Færsluflokkur: Bloggar

Þó fyrr hefði verið

Kvótakerfið hefur haft mjög heftandi áhrif og ekki verið mjólkurbændum til framdráttar. Til að hægt sé að hagræða, þó ég haldi að margir bændur séu komnir eins langt og hægt er í núverandi kerfi að hagræða. Svo finnst mér allt þetta tal um að bændur séu styrktir svo og svo mikið hér á landi alveg út í hött. Jú við erum með ríkisstyrki en ekkert í líkindum við það sem gerist í Evrópu og bændur eiga vera samkeppnishæfir við þá aðila. Eina landið sem við getum hugsanlega líkt okkur við er Noregur en þar er farið eftir sömu reglugerðunum í sambandi við mjólkur og kjötframleiðslu. Í öðrum Evrópulöndum er kröfurnar minni og "ríksstyrkir" verulegir.


mbl.is Eigum að feta okkur frá kvótakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að skríða saman

Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast  þar undanfarna daga.

ilmjurtir_gleim Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.

Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.


Jákvæðar fréttir, hvar eru þær?

Ég hef verið að leita að jákvæðum fréttum, en ekkert fundið. ég held ég veriði áfram í fréttafrí með þessu áframhaldi. Allt sem er búið að dynja á okkur síðustu daga hefur farið hálfpartinn í pirrurnar á mér. Ég er ekki hrifinn af því að stjórnmálamenn hvort sem er til vinstir eða hægri hlaupi í sitthvora áttina eftir því sem þeim hagnast best. Kannski er ég svo gamaldags að halda að þegar loforð eru gefin þá skuli halda þau.

En endilega látið mig vita ef þið finnið jákvæðar fréttir!


Mér datt í hug að setja fáeinar línur á blað

jæja ég druslaðist í sjúkraþjálfun í dag, það er hálf ófært fyrir mig að komast út í bíl vegna skafla, er ekkert alltaf of örugg að ganga í snjónum. Ég hafði gott að því að komast aðeins út og sjá fólk. Reyndar fórum við á tónleika í gær í Háskólabíói og var það bara gaman.  Ég er svo sem ekki mikill bógur þessa dagana og vildi helst af öllu liggja fyrir en það gerist víst lítið svoleiðis og allt byggir á að ég hreyfi skankanna til að þeir virki. Fæturnir virðast ætla að vera hægfara og vilja vera að renna útaf petulunum þegar ég er að hjóla, þetta minnir mig á þegar ég var að byrja að hjóla og ég var hreinlega bundin með leðurólum á hjólið. Ég get núna allavegana troðið þeim á sinn stað það gat ég ekki í fyrra. Ég virðist vera seig í að ná mér í pestar enda er ég í þessum orðum farin að finna fyrir hálssærindum og hausverk, já er lífið ekki yndirslegt Grin ég dæli í mig lýsi og vítamínum ofl. samt þarf svona skítur að sækja á mig. Hlýt að vera með segul.  

það hefur lítið skondið komið fyrir mig síðustu viku enda búin að vera föst hér heima í heila viku, en ég hafði nú það af að koma reykskynjaranum í gagn með því að brenna reykelsi rétt undir honum, svo ég fékk upphringingu kl 7.30 að morgni frá Securitas hvort við værum að brenna Wink. Já það borgar sig að vakna almennilega áður en farið er kveikja kertum eða reykelsi svo snemma að morgni.

 


Já maðurinn minn og strokur skulum við kalla það

 

"Ég hef alla tíð verið í "leitaðu þér aðstoðar" deildinni og kitlar rosalega að ekki sé meira sagt.  Dóttir mín er eins svo þetta er einhver genagalli greinilega.  En ég hef hinsvegar ósjaldan sofnað í klippingu(reyndar hjá tannlækninum líka) svo sumt þoli ég afar vel.

Og sumstaðar kitlar mig bara alls ekkiWink"

 massage

Þessa athugsemd fann ég hjá vinkonu okkar á blogginu og ég spurði manninn minn hvar kitlar þig ekki?? Hann varð glottalegur á svipinn og svaraði mér út í hött.

En ég get sagt ykkur það svona í trúnaði það fer örugglega ekki lengra en honum kitlar alstaðar. Ég má ekki lyfta hendi við eldhúsborðið þá kippist hann til heldur að ég sé að fara strjúka honumGrin en þar sem ég er ekki mikið fyrir að stríða blessuðum bónda mínumHalo enda eins og engill í mannsmynd í öllum samskiptum við hann. Hann segir allavega að geislabaugurinn stækki á hverjum degi hjá mérGrin og hann stækkar örugglega eftir þessa færslu


Ég og GBS ið mitt

Ég veit að margir fjölskyldumeðlimir eru að fylgjast með mér hér svo ég ætla að láta fylgja smá um mig og mína heilsu, mér finnst samt ekkert gaman að vera tjá mig mikið um þetta.

Ég er öll að koma til get orðið vakað í ca. heilan dag. Hendurnar eru þræl dofnar og það er ekki auðvelt að pikka hef ekki mikla tilfinningu í puttunum og þeir kólna hratt upp þegar ég er að vesenast í tölvunni. Maður hefði haldið að mér hlýnaði við það en svo er ekki. Fæturnir hafa styrkst heilmikið en ég þarf samt hækjur þegar ég fer út, sem ég geri lítið af þessa daganna enda ófært nema fyrir fullfríska að komast heim að húsinu, enda held ég að allur snjórinn sem hefur fallið hafi komið í innkeyrsluna á Fossheiði 5.utganga

Ég lét nú samt moka út í kertaskúr og þar er ég að rembast við steypa og gat gert smá í dag án þess að örmagnast. Hef ekki náð að gera svona mikið síðan fyrir jól, en þetta var samt lélegur framleiðsludagur Smile. Ætla snemma að sofa og reyna við kertagerðina í fyrramálið, sjá hvort ég geti unnið tvo daga í röð, það hefur ekki gengið til þessa en vonandi tekst það núna. Þá get ég farið að koma öllu í gang og fyllt á lagerinn sem er farin að vera frekar dapur.  Enda er svo með mig að mér gengur best þegar ég hef eitthvað annað við tíman að gera en að spá í hvenær ég eigi að fara í æfingar og leggja mig.

Ég er svo sem sátt við að vera ég í dag og standa í fæturna, ég er búin að læra af bitri reynslu að lífið er ekki alltaf sælureitur og vonir geta brostið á svipstundu. Svo einn dagur í einu er góð hugsun og ég hef reynt að tileinka mér hana í gegnum árin og hefur það reynst mér best. Því við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Amma mín sagði alltaf að enginn vissi sinn næturstað og það er svo mikið rétt. Ég hef líka lært það af Steina mínum að þakka fyrir daginn að kveldi. Góður eða slæmur dagur það skiptir ekki máli það sem skiptir máli er að fá að heyra í ástvinum sínum og vita að fólkið sitt er í góðum málum að kveldi.

jæja nú er nóg komið af hugleiðingum og ég óska strákunum okkar velfarnaðar á laugardaginn, við misstum aðeins af lestinni í dag en svona er nú einu sinni lífið og sumir tapa og aðrir vinna.


SKO, og Síminn

phoneJamm Steini minn situr núna í símanum og nú varð uppi fótur og fit því við SKO ætluðum að flytja símanna okkar á SKO, en þeir í Símanum hringdu og vildu ekki sleppa okkur, við erum SKO góðir viðskiptavinir sem notum símanna dálítið mikið og okkur var farið að ofbjóða símreikningarnir á GMS unum okkar. Nú allt í einu var hægt að bjóða okkur góð kjör á heimasíma + GMS og við ætlum að láta reyna á þetta í smá tíma og sjá hvort reikningarnir fari niður.

 

 


Jæja ég er komin heim á ný

Jæja er búin í meðferðinni á Borgó enn þið getið lesið um það á blogginu hjá eiginmanninum. Ég er ótrúlega hress miðað við aðstæður og finnst yndislegt að hafa komist heim fyrir áramót. Enda enginn ástæða til að eyða þeim aftur á Borgó þó útsýnið sé gott þar yfir bæinn. Strákarnir mínir eru að elda í þessum skrifuðu orðum. Ég þurfti sko að elda á aðfangadag, frídaginn minn frá eldamennsku svo ég kom þessu yfir á þá með svolítið dramatískum hætti :) Bara láta ykkur vita að ég er á lífi og lofa að fara vel með mig eins og endranær.

 


Sumir eru mis - viltir á tímanum

Já ég gerði hér allt vitlaust í gær enda fyrsti í aðventu. Ég óð um eins og vitleysingur og skipaði fyrir, tæmdi allt jóladót úr geymslunni, sendi skilaboð til stráksins míns út í Danmörku um að segja mér hvar hann hefði set jólaseríurnar í geymslu. Var sem sagt alveg á síðasta snúningi á jólastússinu, og skildi ekkert í því hvað dóttir mín hún Vigdís var róleg yfir aðventukrönsunum sem hún ætlaði að gera fyrir okkur.  Steini var setur í að þrífa glugga, fannst mér það ganga heldur hægt hjá honum svo ég bara seti það á "hóld" að vera standa í þessu í niðamyrkri, hann fær bara að gera þetta þegar fer að birta á ný með hækkandi sól. Svo birtist vinkona mín hún Þórdís og horfði á mig með undrun, hvað í fjandanum gengi að mér, hvort ég hefði alveg farið yfir um núna. Ég horfði á hana til baka og benti henni góðfúslega á að það væri nú fyrsti sunnudagur í aðventu og ég væri nú vön að koma þessu jólaskrauti upp á þessum degi, það varð undarleg þögn, og svo var glott, og mér bent á að það væri um næstu helgi þessi fyrsti sunnudagur..... hmmmm það getur bara ekki verið flaug í gegnum huga minn, en jólaþorpið í Hafnafirði það er BARA á aðventunni, aftur kom þögn... nei Helga mín var sagt með brostinni röddu, það byrjar einni helgi fyrr svo sprungu allir úr hlátri, já ég hafði svo sannarlega farið daga vilt.

jolineruadkoma_stor

Annars er af mér allt gott að frétta, ég geri kerti á mínum hraða og gengur þokkalega ef ég bara held mig við efnið og fer ekki fram úr mér, eins og í gær, er að taka það út í dag hmmm, jæja ég verð þá ekki eins þreytt um næstu helgi, allt hefur sínar góðu hliðar. Það er orðið nokkuð til af jólakertum í ýmsum stærðum og gerðum. Það skemmtilega er við að gera jólakertin að það er svo mikið af svona allskonar sælgætisilm sem er að kitla nebbann.

Ég er alltaf í æfingum og gengur þokkalega að ná upp styrk, en annað ætlar að vera eins, verkir og þess háttar smá mál. Þannig að allt gengur sinn vanagang að því leiti og ég er ósköp fegin að þetta skuli þó ekki vera verra en það er.

Svona í lokin fréttabréfið hjá mér kemur út í byrjun des og það er um að gera að vera komin á póstlistann til að fá tilboðin sem verða í desember.

 


Erum að leita..

Að húsbíl vá hvað það er erfitt, við eigum einn sem við erum að hugsa um að selja, en tímum því varla, en ég á erfitt með að vera í honum eins og hann er. Hér er hægt að skoða myndir af honum. Okkur langar í bíl sem hefur hjónarúm aftur í svo ég geti lagt mig þegar ég þarf. Vonandi finnum við draumabílinn fljótlega Woundering Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband