Bolludagurinn :)) ogfl.

Já við vorum með smá kaffi hérna heima, fyrir heimilisfólkið og þá sem komust í heimsókn. Þetta var gömul hefð á mínu heimili að hafa Bollukaffið á sunnudeginum, og ég reyni að halda í þá hefð en er ekki alltaf dugleg við það. Svo man ég að mamma var alltaf að atast í Jónínu systur sinni hvor gerði stærri bollur, ég man eftir því að mamma setti lyftiduft í bollurnar til að vera 100% örugg um að vera með stærri bollur.  Bollukaffi

Ég skrapp í hjartaómskoðun og var spurð í þaula um eitt og annað og hann var alveg hissa hvað væri verið að senda manneskju sem væri á fullu í heilsurækt og göngu í hjartaómun, ef eitthvað væri að þá gæti ég ekki verið í þessu.

Annars er allt gott af okkur að frétta, ég þarf reyndar að vera í Reykjavíkinni fimmtudag og föstudag, vona að það komi allt vel út, ég segi frá því seinna :)

Mér hefur gengið vel að halda út í reykingapásunni sem ég er í :)))) þarf bara að eiga venjulegt tyggjó þá er ég góð :))) hef ekki notað neitt af nikótín meðulunum, enda nenni ég ekki að fara í gegnum það fráhvarf líka.

Helga Smoke

Ég er að vona að þegar nær dregur vori þá geti ég farið að ganga áleiðis upp Ingólfsfjall :))) ég er að reyna að styrkja fæturna vel og vandlega svo ég geti haldið út smá tíma án æfinga í sumar :) Annars keypti ég mér kort í ræktinni hérna í Selfosslauginni og þá get ég notað það á fleiri stöðum um landið og skroppið í ræktina þó ég sé ekki á Selfossi :)) það gerir ótrúlega mikið fyrir mig að vera í svolítið harðri þjálfun á fæturna, til að fá þær til að finna og verða næmari á að ég get gert meira en bara að ganga. Vinstri fóturinn er alltaf að stríða mér, ég sagði nú við Viggu sem var að deyja úr harðsperrum í fótunum að ég öfundaði hana, ef ég geri of mikið þá fæ ég í mesta lagi krampa eða sinadrátt, en harðsperrur hef ég ekki fundið síðan ég lamaðist. Sumum finnst ég örugglega biluð, en þetta er afskaplega skrítið að geta ekki sagt sér hvaða vöðvar eru að vinna, ég þarf að þreifa til að vita það. :)))  En svona er þetta ennþá 4 árum eftir að blessað GBSið mitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband