Er salurinn tvíbókaður og það er korter í fermingu!!

Ég varð fyrir undalegri reynslu á þriðjudaginn síðasta, og nóta ben það var ekki 1. apríl. Það er hringt í gemsann minn milli 3 - 4 og maðurinn kynnir sig og segist heita Ólafur, og spyr mig hvort ég sé á vegum M.E. það kemur hik á mig og ég segi nei. Þá segir hann ja hann kannist bara ekki við að ég hafi pantað sal hjá sér. Mér verður að orði " þú ert að grínast í mér" nei segir hann mér er dauðans alvara. Og bíddu við hvað var í gangi, jú sko ég hafði hringt eftir jarðskjálftann og pantað sal hjá honum en hann vildi ekki skrá mig niður af því ég hafði ekki dag til að panta á. En sagðist skildi mun eftir mér. Svo leið og við fengum daganna sem börnin gátu fengið hringdi ég í umræddan Ólaf og panta Pálmasunnudag (þetta er í enda okt - byrjun nóv), en þar sem hann var ekki með bókunar bókina við höndina sagði hann mér að hann hefði númerið mitt í símanum og nafnið mitt og hann myndi skrá mig á þennan dag. Svo ég var afskaplega áhyggjulaus yfir þessu enda búin að fá salinn á hreint. Síðan er ég búin að vera hringja og athuga hvenær ég gæti fengið salinn og það var óvíst hvort ég gæti skreyt hann á laugardeginum því jafnvel kæmi hópur á sunnudagsmorgninum í morgunmat. Og alltaf þegar ég talaði við þennan umrædda Ólaf þá kynnti ég mig með nafni.

Ég taldi nú upp fyrir honum hvernig okkar samskipti hefðu verið og svarið sem ég fékk, var að þetta væru mín orð en hann kannaðist ekkert við þetta.

Þeir sem þekkja mig og eru í kringum mig vissu jafn vel og ég að þetta var frágengið, og það sem meira var þá var mágkona þessa manns sem benti mér á að fá salinn og hún er mín besta vinkona. Þegar ég hringdi í hana, eftir að hafa fengið þennan skell, fór heldur betur skapið í henni í gang, reyndar var hún snögg að redda öðrum sal sem hafði verið upptekin um þessa helgi en námskeiðið sem átti að vera var flautað af svo þarna var lán í óláni :).

Eftir þessa reynslu með Ólaf og Gesthús hér á Selfossi, þá mæli ég með að þið fáið staðfestingu og helst vottaða ef þið ætlið að hafa viðskipti við þau hjónakorn sem eiga og reka þennan stað.

Svo núna verður Veislan í Tíbrá húsi UMFS við íþróttavöllinn hér á Selfossi sem stendur við Engjaveginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚFf ferlegt að lenda í svona á síðustu metrunum, gott að þetta reddaðist hjá ykkur þó. Óska ykkur svo gleðilegrar helgar með von um að allir skemmti sér vel.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta reddaðist, þú hefðir átt að sjá Steina þegar ég kom heim, og sagði honum þetta, en af því að Þórdís var búin að redda sal þá sló aðeins á reiðinna, en ég ráfaði hér um í gær eins og bara aumingi því ég var öll lurkum lamin eftir sjokkið  og þetta verður fín veisla

Helga Auðunsdóttir, 2.4.2009 kl. 13:26

3 identicon

Það er nú ekki spurning að þetta verður glæsileg veisla, það klikkar ekkert héðan af og mundu að fall er fararheill og við lítum bara svo á að þetta með salin sé fallið og þá er það frá

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:00

4 identicon

Við þökkum fyrir okkur Helga mín. Þetta var frábær veisla og ekki gat ég orðið var neitt nema jú fékk tvö boðskort frá fermingardrengnum.  Þessi veisla er vel geymt í minningarskúffunni, það var mjög gaman að hitta þetta fólk sem maður sér sjaldan eða aldrei. Svo manstu loforðið sem þú gafst mér framan við salinn, verð hætt að reykja fyrir haustið. Áfram Helga vertu á undan Steina. Með miklum og góðum þökkum fyrir fína veislu  frá Keilufellsgenginu sem mætti.

Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:11

5 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt og páskakveðja

falleg kertin þín - hvar getur maður nálgast kertin á höfuðborgarsvæðinu?

Sigrún Óskars, 11.4.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband