Færsluflokkur: Menning og listir

Loksins, loksins kertin mætt á höfuðborgasvæðið

adventukrans3 Englar og Rósir í Hólagarði, Efra Breiðholti, hafa tekið kertin okkar í sölu.

Fréttabréf Töfraljósa

Skráðu þig á póstlistan til að fá sent fréttabréfið sem kom út í dag.  Frábært tilboð í gangi út allan mánuðinn.


Sko taka tvö.. tekst þetta núna

ég var búin að skrifa fullt af bulli og svo hvarf það allt saman, svo gaman að blogga þegar allt hverfur finnst ykkur það ekki.

Nú ég er búin að vera hér að bardúsa í kertagerðinni og skipti um lit öðru hvoru, t.d í morgun eignaðist Steini svarta konu, ég er ekki að meina brúna á hörund heldur kolsvarta. Sko ég var sko að lita vax með svörtum lit svona til að tolla nú í svörtu tískunni, svo var ég að kreista flöskuna þegar allt í einu heyrðist voða hvellur og ég sá svartan lit fljúga út um allt og ekki síst á mig sjálfa, skratt.. flaskan sprakk í höndunum á mér. Nú það var lítið annað að gera en að taka upp tuskur og byrja að þrífa fyrst sjálfan mig því allt sem ég kom við varð svart, svo tók við þrif á veggjum og borði. Ég var samt búin sem betur fer að forða öllum kertum í burtu áður en þetta gerðist.snjokulur 

Hérna eru litlu sætu snjókúlurnar mínar ég á eftir að setja smá glimmer á þær og þá verða þær bara geggjaðar.

jolakerti

Svo sjáið þið gráu og hvítu kertin hérna við vinstra megin.

Alltaf að prufa eitthvað nýtt í þessari deildinni þessa daganna. Svo á ég eftir að gera rauð og græn kerti í þessum stíl, mér finnst sjálfri þau vera svolítið tignarleg. Enda ætla ég að gera aðventukransinn úr rauðum kertum. Okey ég veit þið eruð að fá upp í kok af þessu kertatali Blush En svona er það að stundum sé ég ekkert nema kerti allan daginn og þá verður maður svolítið heilaþveginn. 

Hvað um það, ég er svona uppistandandi en verkirnir hafa lítið dofnað ég hef bara lært að lifa með þeim, annars er stundum svo að ég þarf á öllum mínum styrk til að standa í þær því það er svo sárt. Ég velti mér lítið orðið upp úr þessu því það er ekki til bóta og læt hverjum degi nægja sína þjáningu í þessum efnum. Það kemur allt nýr dagur með nýrri von um að dagurinn í dag verði betri en í gær. Ég þarf svo sem ekki að kvarta það eru margir þarna úti sem eru verr farnir og verr stemmdir.

 

 


Var að skoða gamla brandara og fann þessar

untitled1
þrífa..hmm
untitled4
untitled6

Stærra húsnæði

Er að flytja mig í stærra húsnæði, en það á sama stað þ.e á Fossheiði 5, en nú verður hægt að versla líka hjá mér í kertagerðinni sjálfri. Ég set inn myndir um leið og allt verður komið á sinn stað.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband