Hvar eru litríku stjórnmálamennirnir okkar ?

Ég fann það svo þegar ég horfði á Silfur Egils, hvað okkur bráð vantar menn á borð við Jón Baldvin. Þarna var komin þessi gamla tilfinning að það væri gaman að hlusta og horfa, gat ekki slitið mig frá sjónvarpinu. Hvort sem ég er samála Jóni Baldvini eða ekki þá var svo margt sem hann sagði svo rétt og þetta að vera að dreifa sér í marga flokka er svo vitlaust sem mest getur verið. Því svo er að sameinaðir sigrum við, sundraðir föllum við, það má segja að nákvæmlega það þegar talað er um vinstri öflin í landinu. Já nú eiga vinsti öflun að sameina sig og sýna þjóðini að það er hægt að stjórna með velferðar og menntamál í forgangi. Eins og Jón Baldvin réttilega benti á að margt að því sem hefur stýrt velmeguni hér á síðasta áratug er vinstri stjórninni sem hann sat í að þakka. Við megum ekki horfa bara á síðustu mánuðina hjá stjórnarherrunum það þarf að skoða lengra aftur í tíman og gera sér grein fyrir hvað hefur áunnist og hvað hefur tapast á þeim árum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verðið við stjórnvöldin.

 Allt er fallvalt í þessum heimi og við þurfum sem þjóð að setjast niður og gera upp við okkur hvort við viljum að fleiri og fleiri borgi minni skatta til þjóðfélagsins eða hvort allir borgi glaðir skattana sína og fái í staðin velferðarkerfi sem við getum notið hvort sem við erum rík eða fátæk.

Nú er ég komin langt frá því að tala um litríka stjórnmálamenn, svona gerist þegar andríkið grípur allt Jóni Baldvin að kenna, hann hrærir upp í langtíma minninu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband