Hér er alltaf allt á fullu

galleri já þessa dagana fer lítið fyrir því að ég liggi yfir tölvunni mér til afþreyingar.  Nú er farið að færast fjör í leikanna og kertin mín renna út eins og heitt vax Grin. Ég er búin að hertaka bóndann í þennan bransa minn. Ég er ekki alveg búin að jafna mig, en ég styrkist óðum við að skokka með mótin á milli herbergja. Svo þarf að brjóta stóra vaxklumpa til að koma þeim í pottanna, svo ég styrkist líka í höndunum kannski eru ekki allir jafn ánægðir með það Grin. Já lífið er skemmtilegt þrátt fyrir að ég þurfi að bíta á jaxlinn til að geta haldið áfram, en þetta að geta unnið gerir það að verkum að ég set ekki verkina mikið fyrir mig. adventukertiEnda held ég að þeir sem hafa lent í einhverju svipuðu og ég njóta þess bara að vera með sínum nánust og njóta lífsins í botn.

Ég er með galleryið opið alla daga vikunar frá 14 til 22 og því tilvalið að renna hingað í sunnudagsbíltúr og kíkja á okkur hjónakornin.

frettirKanillÉg er með meira en bara kerti í galleryinu og þar á meðal eru þurrkaðar jurtir sem eru með kanill ilm sem er bara dýrlegur.  Svo er ég með handgerða glerbakka undir kertin sem hægt er að nota undir fleira en kerti, þannig að það er margt að skoða. 

Á síðunni minni www.tofraljos.com eru myndbönd fyrir þá sem eru forvitnir um sjúkdóminn sem ég fékk fyrir ári.

Þá er best að fara að fylgjast með fréttunum svo ég viti eitthvað hvað er að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Búin að lofa sjálfri mér því að kíkja til þín í verslunarferð fyrir jólin  Ekkert smá girnileg að sjá kertin þín.  Hvað kosta kertin fyrir aðventukransinn??

Sólrún, 30.10.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband