Að skríða saman og sundur

Batinn gengur hægt þó þeir sem næst mér standa séu alltaf að hrósa mér. Nú er Pollýönnuleikurinn úti, og nú er verið að díla við allt hitt sem er búið að vera að hægt og sígandi verið að stíga upp á yfirborðið. Sárindin og reiðin yfir þessu öllu og hversvegna svona gerist. og hvað rétt hafði þessi sem er okkur æðstur og svo fullur af góðmennsku að leggja þetta á mig. Ég var alveg sæl og sátt við það sem ég hafði og saknað einskins úr minni fortíð. Svo er klappað á bakið á manni og sagt guð leggur ekki meira á þig en þú þolir. Nei sjálfsagt heldur hann að ég sé ofurkona og taki mótlæti með stóískri ró, eins og alltaf. En nú geri ég það ekki lengur og finn mig knúna að gera eitthvað í mínum málum, ætla ekki að vera hér föst í fólksfælni og fela mig á bak við Steina ef eitthvað kemur upp á.

Ég ætlaði á fund í morgun en ég gat ekki hugsað mér að fara þegar ég var tilbúin að fara í sturtu, þá snéri ég mér við og skreið upp í rúm. og lét Steina halda utan um mig. Þá var ég komin í skjólið mitt. Svona félagsfælni fer á stað hjá mér af því ég er öðruvísi í dag en ég var fyrir rúmu ári, geng eins og gömul kona og verð að passa hvert skref. og ég skammast mín fyrir það að vera svona.

Ég var ósköp fegin þegar Tóta vinkona kíkti við hún svo sem hefur nóg á sinni könnu en við vorum báðar á blues og gátum gustað aðeins við hvor aðra, við eigum margt sameiginlegt þó hún sé með ofvirk börn og lífið er svolítið snúið þegar þú ert með 3 mikið ofvirk börn á heimilinu. Það er búið að vera skrautlegt líf sem við báðar höfum upplifað í okkar fyrri lífum. En við eigum góða menn í dag sem styðja okkur, og elska okkur eins og við erum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já Inga Brá, við erum ótrúlegar konur og höfum örugglega fengið góðan skammt af henni ömmu í genin okkar. ég hugsa oft til ömmu og sakna hennar óskaplega.

Helga Auðunsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:35

2 identicon

Þú ert svo dugleg elsku mamma. Og það er allt í lagi að vera ekki alltaf sterk. Kiss og knús frá veikindastrympu

stóra dótlan (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Hæ litla strympan mín, heldur þú að mér finnist það í lagi, enda komst ég á skrið í gær, náði að drífa systir þína, mág þinn og mann í að koma henni út úr íbúðinni. var alveg kominn í essið mitt að sjá eitthvað gerast, og ég gat hjálpað smá til. Vá það var sko gott fyrir litlu sálina mína. En ég held að þú hafir smitað mig.. er með einhvern helv.... kverkaskít.

xoxoxooxoxoxo

Mamma... hin stjórnsama hahah

Helga Auðunsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband