Færsluflokkur: Lífstíll

góðir hlutir gerast hægt

Dagurinn var mjög góður, ég  fór í laugina og gekk 4  ferðir yfir laugina, hafði tilfinningu fyrir lhælunum sem er nýtt fyrir mér. Efri hluti líkamans er að styrkjast til muna ég get rúllað mér á stólnum án þess að finna til þreytu í handleggjum og baki. Svo lífið er að léttast til muna :)


hvar á ég heima ?

ég sótti um að Árborg tæki þátt í kosnaði við að ég gæti notað hjólastólabílinn hér á höfuðborgarsv. ég fékk synjun á þeim forsendum að  ég væri vistuð á stofnun í öðru bæjarfélagi og þar  með nyti ég ekki félagslegra úrræðra frá þeim. þannig bý ég víst á Reykjalundi þó ég hafi ekki óskað eftir að flytja aðsetur mitt þangað.

Von mín er að þó að enginn sem lendir í þessum aðstæðum eins og ég er í dag þurfi að upplifa þessa höfnun sem félagsþjónustan í Árborg hefur sýnt mér.


nú eru hlutirnr farnir að gerast

Jæja 22.02 steig ég í fæturnar í fyrsta skipti á þurru landi. ég stóð í ca. mínútu,þvílíkur sigur, mér fannst ég geta allt :)

 


Loksins farin að hafa smá vald yfir puttum

Jæja nú er ég að finna mun á mér og vonandi heldur það áfram. Er mikið í sundi og þazð er það besta.

 


gengur þótt hægt fari

jæja éger loksins komin í samband aftur.  Er núna á Reykjalundi í endurhæfingu

þetta gengur hægt

ekki kominn á ról en ffer aftur í endurhæfingu á nýju ári :)

jæja þá er ég komin á netið.

þetta er heilmikið mál að pikka þetta

Lagersyndrom og fleira því tengdu

Jæja nú maður kominn á fullt og steypir eins og vitlaus maður því lagersyndrúmið er alveg að gera útaf við mig að eiga ekki nóg af ÖLLU. Nú ég tók mig til og sendi út fréttabréf um Töfraljós, reyni að gera það í hverjum mánuði en það hefur orðið misbrestur á því síðustu mánuðina. Enda ágæt að vera ekki að bögga fólk of mikið með pósti um ekkert, frekar að senda sjaldnar og hafa eitthvað í því að viti. Dótla mín er að hjálpa mér og ég er að setja hana inn í kertagerðina sjálfa því hún tekur við henni í desember, sko mín ætlar að fá sér smá frí á hábjargræðistímanum Glottandi Það er svo gaman að kenna henni hún er svo dugleg að tileinka sér góð vinnubrögð og fljót að læra.

 IMG_1161

  Hér er hún í gömlu pökkunaraðstöðunni okkar. Hún er meira en helmingi fljótari í dag að pakka heldur en í þrengslunum sem við vorum í Brosandi.


Kertagerðin stækkar, myndir af innyflum hennar

workshop2Hér má sjá smá af mótum sem til eru hjá Töfraljósum.

 

 

 

 

 

 

Hér neðan við má sjá pökkunaraðstöðuna en húnn herur mikið breyst síðan í fyrra en þá stóðum við í kuldagalla að pakka kertunum.

workshop9

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum kominn á fullt í að gera kerti eftir smá hlé, á meðan þessi breyting átti sér stað.


Stærra húsnæði

Er að flytja mig í stærra húsnæði, en það á sama stað þ.e á Fossheiði 5, en nú verður hægt að versla líka hjá mér í kertagerðinni sjálfri. Ég set inn myndir um leið og allt verður komið á sinn stað.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband