Frumskógur bíla og önnur mál

Já eins og sjá má á blogginu hans Steina míns þá erum við komin á splunkunýjan bíl. Ég sagði við hann í fyrra haust að hann fengi gull litaðan bíl á næsta ári, hann hló bara að mér, en vitið menn hann er kominn á einn rosaflottan. Við erum búin að vera að rúnta um í dag svona milli verka og þetta er algjör draumur að sitja í þessum eðalvagni. Ég segi ekki að sá ameríski er sá ameríski, og ef ég ætti að velja alveg á milli þá veldi ég frekar þennan frá USA.

carpark

Við erum búin að sitja yfir auglýsingum og meira af auglýsingum, ég var sat að segja alveg að fá upp í kok að innbyrgja allar þessar tölur og nöfnin, hvernig kemst einhver heilvita maður í gegnum þennan frumskóg óskaddaður. Bílarnir sem eru til á bílasölunum, og í blöðunum, það hljóta vera til bíll á hvern einasta landsmann ef ekki meir. Því svo er nóg af þessum faratækjum á götunni, og fólk undrar sig á að vegakerfið sé hrunið.

 

 

Ég man þegar pabbi fékk fyrsta bílinn sem við áttum en það var Moskowitch og keyptur hjá B&L og hann var bara notaður spari, moskvitch13

pabbi hélt áfram að taka strætó í vinnu og ég labbaði í skólann. (var ekki búin að átta mig á að ég var að kaupa minn fyrsta hjá B&L 30 og eitthvað árum seinna) Já hann er breytur þessi heimur í dag, það er að segja ég hef aldrei keyrt börnin mín í skólann og fengið bágt fyrir, allir hinir foreldrarnir gera það ! er setning sem hefur glumið í mínum eyrum síðan ég veit ekki hvenær, en ég hef haldið þetta út og lokað eyrunum. Steini segir að ég hafi sérstakt lag á að loka þeim þegar mér sýnist svo. Látið hann útskýra það Halo ég hef nefnilega ekki orðið var við þennan eiginleika.

Ég ætlaði að skrifa heilan helling hér en hef ekki haft tíma til þess svo þessi færsla birtist núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband