Brennandi fætur og fl. þeim dúr

Jæja best að skrifa svolítið um GBS ið mitt, og líðanina. Jú ég er farin að koma mér á milli staða án hækja, en í fjölmenni finnst mér best að hafa eitthvað til að styðja mig við.

DisplayImageSvo er ég farin að fara út í kertagerð, reyni að fara tvo daga í viku og vera í 2 tíma, það er erfitt. Eftir 10 mín við að standa, fara fæturnir mínir að brenna, það er skynið í fótunum er svo brenglað að þegar ég stend kyrr í smá tíma þá fer þessi ruglaða skynjun á stað og ég get ekki tilt í fæturnnar, það líður frá ef ég sest þá kemur doða tilfinning í staðin og ég get staðið aftur.

Það er mér kvíðaefni að vakna á morgnana, það er svo sárt að stand upp, fæturnir hreinlega öskra af kvölum, það er eins og ég sé með brunablöðrur sem eru að springa. Svo eru allir liðir stirðir og ég þarf að teygja og teygja til að geta stigið fyrsta skrefið. En ég stend það er hugsunin þegar allir verkirnir hellast yfir mig, ég stend. Ég horfi samt bjartsýn á framtíðina, þetta getur ekki versnað, ég er komin yfir erfiðasta hjallann þ.e að komast upp úr hjólastólnum.

Skrapp til læknis og hann var ánægður að sjá mig ganga en hann gaf ekki mikið fyrir að ég losnaði við verkina, vegna þess að einhver slíður sem eiga koma aftur á taugaendana verða víst ekki jafn góð og orginalarnir. Og þetta orsakar það að ég verð að læra að hafa brennandi fætur, en kannski jafnar þetta sig og ég verð næstum því eins og ný Grin Svo gaf hann mér grænt ljós á magaaðgerðina, þ.e magaminnkunar dæmið. Ég á pantaðan tíma hjá þeim á Lansanum um miðjan sept. svo vonandi taka þeir mig fljót inn því ég var skráð í aðgerð rétt eftir að ég lamaðist og læknirinn minn vildi ekki leyfa mér að faraFrown ég sá ekki allan muninn á hvort ég skytist í þessa aðgerð á lá hvort sem er á bakinu og var ekkert að reyna á migGrin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband