Lífið snýst um vax þessa daganna

Ég hef haft lítið þrek í að blogg hvað þá lesa aðra. Lífið mitt núna snýst um að eiga orku til að geta farið í æfingar og búa til kerti. Við mæðgurnar erum saman að þessu þetta haustið og gengur samvinnan vel að vanda. Við höfum löngum verið eins og ein manneskja þegar kemur að vinnu og það er yndislegt að hafa Viggu mína hjá mér því það veitir mér ákveðna öryggiskennd að vera ekki ein úti í skúr. Við tókum okkur til og bárum út smá bækling í eitt hverfi á Selfossi og það hefur skilað sér ágætlega. Svo við ætlum að halda þessu áfram og taka næsta hverfi fyrir um næstu mánaðarmót. Svona svo fólk fái ekki upp í kok á okkur. Ég skellti ilm í bæklinginn og það sko er alveg skothelt, enda angaði forstofan hjá þeim sem fengu bæklinginn af sjávardraumi og margir hafa mætt með hann og beðið um ÞENNAN ilm.sjavardraumur

 

 

Ég sjálf er þokkaleg mætti vera betri en hver mætti það ekki. Ekkert lát er á verkjum í fótunum og gerir það mér erfitt fyrir að standa lengi í fæturnar. En það hefur líka sitt að segja á nóttunum þannig að ég sef afskaplega illa, mesta lagi 4 tíma í einu og þá loga þessar elskur. En ég þakka fyrir það hvern dag að geta gengið það var ekkert sjálfgefið miðað við hægan bata hjá mér. Vonandi minnka verkirnir með minnkandi konu, en hún losaði sig við 2 kg á síðasta hálfa mánuðinum svo það eru bara 6 eftir í aðgerðina góðu sem á að bjarga skrokknum á mér, eða réttara sagt hjálpa mér að bjarga því sem bjargað verður Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl - leitt með fótaverkina.  Ég þekki svolítið til verkja þó mínir séu ekki svona fínir eins og þínir heldur bara fitubolluverkir - eða það segir Baldur amk ;-). Láttu mig vita ef þig vantar hjálp við að pakka eða eitthvað slíkt - ég gæti það nú vel einhvern tímann og hefði áreiðanlega bara gaman af því. 

 Hefur þú prófað að taka AstaZan og Mega omega 3 - bæði hafa hjálpað mér til að sofa betur og við lið og vöðvaverki - held ég ;-).  ÉG er amk til í að prófa hvað sem er - bið að heilsa Steina og sjáumst vonandi í Styrk einhvern tímann.  Gangi þér vel í aðgerðinni og vonandi hjálpar hún þér mikið meira og mest.

Ingveldur (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk Ingveldur, ég þarf að prófa þetta, auðvita eru þetta fitubolluverkir líka hjá mér, ég er bara ekki eins dugleg og þú að losa mig við þessa aukaþyngd sem er að plaga mig. En ég gæti alveg hermt uppá þig að koma og hjálpa mér í kertunum :)

Helga Auðunsdóttir, 7.10.2007 kl. 18:10

3 identicon

Alltaf jafnmikill orkubolti, er farin að bera út bæklinga og tælir fólk með ilm. Gaman að heyra að þú ert kominn út í skúr í kertagerðina , sem er nú varla skúr hann er svo flottur. Gangi þér allt í haginn, verð nú að fara kíkja á ykkur.  Flott að þú eigir bara 6 kg eftir. Baráttukveðjur úr Keilufellinu. Jóhann Úlfars

ps skilaðu kveðju til ykkar allra.

Jóhann Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Viðhorf þitt Helga mín á eftir að fleyta þér ansi langt. Gangi þér sem allra allra best með allt sem þú ert að gera og allt sem er framundan hjá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.10.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Sólrún

Vona að þú farir nú að upplifa verkjalausa fætur.  Ekki gott að geta ekki sofið vel og vakna kannski á hverjum morgni þreytt og ómöguleg.

Kertgagerðin mun örugglega ganga vel, eru ekki jólin að nálgast?? Allir óðir í kerti fyrir jólin...... sem minnir mig á það.  Verður þú með einhver kerti með kanililm eða öðrum góðum jólailm???  Þyrfti að fá mér bíltúr austur fyrir fjall og fá að skoða þetta hjá þér, er ótrúlega forvitin um allt sem viðkemur handverki og algjör kertasjúklingur

Sólrún, 13.10.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Vertu velkominn Sólrún, jú ég er með besta kanililm ever, ég er með litla búð samhliða kertagerðin. Ég var einmitt að segja við Steina að ég þyrfti að fara gera jólakertin, uppáhaldsilmurinn minn í jólailmunum er Aðfangadagskvöld, hann er bara yndislega jólalegur. En svo er ég með marga aðra, það er svo misjafnt hvað hverjum finnst vera jólalegt.

Helga Auðunsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:47

7 Smámynd: Sólrún

Ohh mun taka þig á orðinu og kíkja til þín fyrir jólin Elska falleg kerti með góðum ilm..... Endilega láttu vita þegar jólakertin eru tilbúin hjá þér, þá fæ ég mér bíltúr og kaupi bæði í jólapakkana og fyrir mig sjálfa

Sólrún, 14.10.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband