Jæja þá er helgin liðin

Síðasta vika var dálítið sérstök hjá mér, en í fyrsta skipti lét ég hana dóttur mína síðan hún var 6 ára í hendurnar á fagaðilum. Já hún er komin á Reykjalund og vonandi með hjálp þeirra getur hún orðið sterkari og átt betra með að sjá hversu langt hún getur ögrað sér. Þetta var töff vika sem leið og við mæðgur tókumst á við alskonar tilfinningar, sorg, gleði og reiði. En við eru góðar saman og eigum alltaf hvor aðra að þegar á bjátar. Það er ekki það að elskurnar mínar allar eru yndislegar en þá skilja þau alveg hvað ég á við, ekki satt englablómin mín? Svo í dag fór ég með beibíið mitt á Reykjalund og skildi hana eftir það var smá kökkur í hálsinum en ég veit að eigin reynslu að hún er á góðum stað og gott fólk sem fylgir henni eftir.

Svona á léttu nótunum þá skruppum við hjónin og peyjinn okkar í útilegu um helgina, hún var reyndar stutt, frá laugardagskveldi fram á miðjan sunnudag. Allt fullt af gestum á laugardeginum, og erfitt að komast út úr húsi. Það var farið í Þjórsárver sem er hér rétt hjá og líkaði peyjanum og Ými lífið vel, mikið hreyfirými Grin. Ég hélt áfram að lesa bókina sem ég fékk í jólagjöf í fyrra Hníf Abrahams, spennandi og skemmtileg bók. Ég hélt mig svolíð mikið inni við því mér var hálfkalt alla helgina. Held að ég hafi ofgert mér í smá garðavinnu um morgunin, og þá verð ég svo þreytt og vil helst liggja, því ég hef svo lítið skyn í fótum hvort mér sé kalt eða heitt. Peyinn sagði að ég væri kaldari en ískápurinn svo eitthvað hefur mér verið kaltBlush.Steini_Siggi Svo ég lá undir sæng með Ými til fóta að hlýja mér. Rosalega er nú notarlegt að liggja undir sæng, lesa og heyra fuglasönginn.

Það var ýmislegt sem gekk á í þessari ferð tildæmis fattaði Steini afhverju allir eru með svona netta sólstóla, þeir eru svolítið dýrir en, það fer ekkert fyrir þeim miðað við hefbundna sólstóla, hmm sko Steini skrapp nefnilega í Guð blessi Europrise, og gerði svakalega góð kaup (2 sólstólar + þægilegt lítið borð) en sko það er ekki hægt að hafa þá með því þeir taka pláss á við sko eigilega allt hitt sem við eigum, þ.e, 2borð, 2 stóla, grillið og verkfærakistuna. Hann reyndi að hafa þá með í þessari ferð og honum fannst nóg um að finna pláss fyrir þá í farangursgeymslunni eins og sést á myndinni var hann að plana hvernig þetta kæmist allt fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn heillin

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 06:03

2 identicon

Hæ elsku kellan mín. Hér fann ég þig og það var gaman, er búin að lesa nokkuð af blogginu þínu. Jæja það er aldeilis nóg við að vera hjá þér.

Búin að fá sér húsbíl, glæsilegt, kannski komið þið vestur í sumar í Grundarfjörðinn og heilsið upp á okkur Hjört.  Allavega eruð þið velkomin og meir en það.

Bestu kveðjur og vonadi gengur allt vel með dúlluna þína og ykkur öll.

Kveðja

Jenný 

Jenný Kolsöe (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband