Er Ísland farið á hausinn?

Ég er orðin þreytt á þessari endalausu velting um hvort við séum að borga of mikið eða hver á sök.

Jú við eigum öll sök á hvernig er komið. Við veltumst í faðmi Mammons og vorum glöð með það, nógir seðlar hjá mörgum, ef ekki voru til seðlar nú þá var bara slegið lán, hvað annað, bankarnir voru svo glaðir að gefa þér pening.

Hvað var verslað, íslenskar vörur, neiiihei það var farið í verslunarferðir erlendis, farið í búðir sem eru með framleiðslu frá Austurlöndum, jú að sjálfsögðu var gott að verslunin blómstraði nema hún eyðir töluvert af gjaldeyrir en skapar hann ekki.

Ef ég á að rifja það upp þá voru hér þegar ég var um 12 ára fullt af innlendum fyrirtækjum sem framleiddu góða vöru en smátt og smátt hurfu þau af vetfangi vegna þess þau voru ekki samkeppnishæf, hvers vegna því alltaf var verið að auka við innflutning. Veljum Íslensktslagorðið var bara hallærislegt og hver þurfti á því að halda að láta bólstra fyrir sig þegar þú gast fleygt sófanum sem þú keyptir í fyrra og fengið þér nýjan. Það sem stendur mér næst er bókbandið í landinu, ég er alin upp á bókbandsverkstæði og hef kynnst hvers gaman það er að sjá jólabækurnar í bunkum verða til. En núna er ódýrar að prenta og binda inn annarstaðar í heiminum og flytja bækurnar heim. Við erum ekki í lagi, svo skiljum við ekki hversvegna þetta er allt farið andsk. til.

Eina sem við getum gert í stöðunni er að Velja Íslenskt og reyna að hjálpa þeim fyrirtækjum sem enn starfa á Íslandi til að halda fótfestu. Það verður okkur dýrt en annað er ekki í stöðunni, því við verðum að fjárfesta í okkar fyrirtækjum með því að versla við þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 05:46

2 identicon

HÆ hæ og takk fyrir síðast, og kertin, herbergið á sjúkrahótelinu ilmaði mjög vel þegar ég fór. Sendu mér upplýsingar á sgig@simnet.is  svo ég geti nú klárað minn hlut knús á þig og þína.

(IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband