Að skrifa um fréttir og fréttatengt efni

Ég var að finna út að ég er ekki mikið fyrir að lesa neikvæðar fréttir og leggja svo útaf þeim, hvers vegna ja ég er bara svona manneskja að ég vil hafa jákvætt umhverfi og ef ég leggst í fréttir þá þyrmir yfir mig. Af hverju er mannskepnan svona grimm. Er það eitthvað sem við höfum gert sem uppalendur, eða eins ég sagði um daginn við vinkonu mína, það mætti halda að við værum kominn á sama stig og Rómarveldi þegar úrkynjunin tók völd, og öllu hrakaði, þó sérstaklega siðferðinu eins og virðist vera alls ráðandi hvort sem er hér heima eða út í hinum stóra heimi. fridurÞað þarf eitthvað stórt að gerast til að snúa þessu við, en ef við sem eigum einhvern frið í brjóstinu og viljum umheiminum gott til, leggjumst á eitt og biðjum um frið og að fólk hættir að láta græðgina stjórna sér, er ég vissum að góðir hlutir fara að gerast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er svo sammála þér. Eitthvað stórt þarf að gerast. Manni fallast hendur og ástandið er svo slæmt að maður trúir því í raun og veru ekki að þetta geti lagast. Ég sting svolítið hausnum í sandinn. Fylgist ekki nógu vel með.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.7.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband