Bara eitt og annað sem á daga mína hefur drifið

Í gær að vanda fór ég í sjúkraþjálfun, ég hjólaði mínar 10 mín svo kom Baldur minn einni og sanni Grin og spurði mig hvort ég ætlaði að vera allan daginn að þessu.. Ég stóð upp og hann bendir á útidyrahurðina og segir af stað. Við gengum þó nokkurn spotta og kjöftuðum saman, þetta var ósköp notalegt að lalla þetta. Fékk að glima við smá torfærur, en ég hafði vald á fótunum að misstíga mig ekki. Rosalega var ég samt þreytt eftir þetta.

Kom heim og var að undirbúa mig undir að fá mér smá lúr þegar þessi yndislega fjölskylda mætti á svæðiðIMG_1389, ég get ekkiannað en verið stolt af þessari stelpu, hún ólst upp í sama húsi og ég bjó í fyrstu árin sem ég var í sambúð og hún var mikill heimagangur hjá mér og mér finnst ég eiga svo mikið í henni.  Hún er mikil hestakona  er alin upp á hestbaki, gæti sagt sögur af henni en geri það ekki hérna. Hún á þennan peyja og litla stóra skottu. Svo ekkert varð úr lúrnum enda tímir maður ekki að missa af því þegar hún kemur, hefu einstakan húmor sem hittir beint í mark á þessu heimili.

Ég geng mikið berfætt þessa dagana, til að fá tilfinningu fyrir þeim efnum sem koma við fæturnar á mér, en t.d parketið hér gæti allt eins verið málaður steinn finn engan mun, svo þegar ég stíg á þessar örfáu mottur sem eru hér heima er eins og ég sé að ganga á vírum, ekki þægilegt en samt geri ég þetta til að finna missmuninn á efnum. Geri þetta enn með hendurnar, er ekki komin með fulla tilfinningu fyrir efnum í þeim.

Svo þegar ég var að fara leggja mig þá mætti Eiki vinur okkar á móturhjóli og Steini varð að fá að taka í það, jamm ég sá Steina verða svona fullan af einhverjum krafti sem ég hafði ekki séð áður enda hefur hann ekki stigið á hjól síðan við kynntumst. Þeir sátu og sögðu hvor öðrum sögur af mótorhjólum og bílatengdum málum svo ég fór loksins og lagði mig en þá var kl, orðin 7 svolítið seint á mínum mælikvarða en varð að gera það.

Svo kom elskulega dúllan mín hún Sjohanna heim en hún er í sumarfríi og ætlar að vera síðustu dagana hérna hjá okkur, sem okkur finnst voðalega gott að fá hana heim þó það sé bara stutt stop.IMG_1399 Hún hefur verið að nota tíma til að kíkja á tannsa og annað

sem hún hefur þurft að gera hér á Selfossi.  Mér finnst það voða þægilegt að hafa hana hér hún gerir allt sem hún sér að þarf að gera án þess að ég þurfi að biðja um það. Finn hvað ég sakna þess að hafa alla krakkana heima þegar hún kemur. Það vantar þessa aksjón sem fylgir stóru heimili.

Miðvikudagar eru frídagar hjá mér, þá fer ég ekki í æfingar og slaka vel á, þannig að ég er aðalega að leggja kapal í tölvunni, hef alveg verið húkkt á því síðan ég kom heim frá Reykjalundi, hef alltaf tekið svona syrpu af þessari maníu en ég get sitið klst. saman og bara lagt og lagt, en ég spila Vegas svo ég er oft að tapa verulega stórum upphæðum, en ég reyni að vinna þær aftur Wink  En ég svaf fram að hádegi enginn var að trufla þann svefn,  svo er ég bara búin að hafa það gott gekk frá smá þvotti með hjálp frá Jóhönnu minni svo núna er ekkert sem liggur fyrir þangað til á morgun.

Jæja best að fara gera sig klára fyrir 10 fréttirnar því það á kom eitthvað frá fundinum á Selfossi um miðjuskipulagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá, hrikalega bissí dagur fyrir þreytta konu.

Erum við að tala um spilerí upp á alvöru peninga?

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Allt gervi sem betur fer annars væri Steini gjaldþrota

Helga Auðunsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Sólrún

Úff já betra að halda sig í gervifjárhæðum.  Maður gæti nú farið annsi illa af því að verða húkkt á spili á netinu þar sem spilað væri upp á real money.  Þó svo einhverjir hafi verið að græða stórar fjárhæðir hér á klakanum í gegnum slík spil.  Þá hljóta enn fleiri að hafa tapað slatta 

Sólrún, 5.7.2007 kl. 01:59

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hafði smá áhyggjur þarna....

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband