Já ég er hér enn

Allt er eins og blómstrið eina hér, var að fá góða sendingu frá henni Ameríkuhreppi, fullt af ilmum, ég er farin að spá í hvernig ég nái upp almennilegu þreki svo ég geti farið að vinna eins og mér er einni lagið. Ég vona að ég geti gert meira á morgun enn ég gerði í dag, en ég hafði samt af að gera fullt af rósarkertum, enda ilmar blessaður kertaskúrinn eins og sumir segja pútnahús, en það er bara æðislegt það segir mér eitt að eitthvað er að gerast.  Svo er ég að fá aðra sendingu á morgun og svo á ég von á einni sem er verulega spennandi og það eru þurrkaðar jurtir, rósablöð og fleira góðgæti fyrir Valentínusardaginn.

Heilsan er öll að koma til, enda farin að fá fiðring í magan yfir að komast út í kertaskúr og gera meira en að horfa í kringum mig.  Ég þarf samt að passa mig að gera ekki of mikið í einu Grin. Ég er vissum að ég verði þæg og góð og skipulegg mig örruglega alveg út og suður. Vissum að Baldur minn verði ánægður með þessa setningu, enda hefur hann veg og vanda af því að koma mér í form á ný.

jæja nóg af þessu í bili, best að fara út og slökkva og ganga frá skúrnum eftir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband