Mér datt í hug að setja fáeinar línur á blað

jæja ég druslaðist í sjúkraþjálfun í dag, það er hálf ófært fyrir mig að komast út í bíl vegna skafla, er ekkert alltaf of örugg að ganga í snjónum. Ég hafði gott að því að komast aðeins út og sjá fólk. Reyndar fórum við á tónleika í gær í Háskólabíói og var það bara gaman.  Ég er svo sem ekki mikill bógur þessa dagana og vildi helst af öllu liggja fyrir en það gerist víst lítið svoleiðis og allt byggir á að ég hreyfi skankanna til að þeir virki. Fæturnir virðast ætla að vera hægfara og vilja vera að renna útaf petulunum þegar ég er að hjóla, þetta minnir mig á þegar ég var að byrja að hjóla og ég var hreinlega bundin með leðurólum á hjólið. Ég get núna allavegana troðið þeim á sinn stað það gat ég ekki í fyrra. Ég virðist vera seig í að ná mér í pestar enda er ég í þessum orðum farin að finna fyrir hálssærindum og hausverk, já er lífið ekki yndirslegt Grin ég dæli í mig lýsi og vítamínum ofl. samt þarf svona skítur að sækja á mig. Hlýt að vera með segul.  

það hefur lítið skondið komið fyrir mig síðustu viku enda búin að vera föst hér heima í heila viku, en ég hafði nú það af að koma reykskynjaranum í gagn með því að brenna reykelsi rétt undir honum, svo ég fékk upphringingu kl 7.30 að morgni frá Securitas hvort við værum að brenna Wink. Já það borgar sig að vakna almennilega áður en farið er kveikja kertum eða reykelsi svo snemma að morgni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband