Já ég er vakandi ennþá....

Ég ætti að vera fyrir löngu farinn að sofa, er að fara með drenginn í messu á morgun nema ég geti Kolli Siggiplatað systur hans upp úr rúminu svona árla að sunnudagsmorgni.  Svo varð ég að setja inn mynd af fermingadrengum.

 

 

 

Jóhanna HlínÉg er að steypa jóla kerti á fullu og það er gaman skal ég segja ykkur. Ég sit myndir af þeim á morgun hér á bloggið var ekki með myndavélina út með mér í dag. Það er mikið að gera þegar þessi tími er og nú er ég að byrgja upp búðina til að hafa nóg meðan ég fer út til Kúbu. En þá verður dóttlan mín hún Jóhanna verslunastjóri. Hún er dugleg að halda hillum fullum þó líitð sé til. Ótrúlega gaman að vinna með henni,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fallegir krakkar sem þú áttGangi þér vel í kertunum

Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 09:16

2 identicon

Hæ hæ.

Er einmitt með logandi á Súkkulaði /Mokka, alveg dásamlegt. Verð að sitja vel á mér með að fara ekki að kveikja strax á jólanammi og fleiru þess háttar. Var að reyna fela þau fyrir mér, en það virkar frekar illa... skil ekkert í því   .   Kveðja í bæinn.

(IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Töfra kertakella- já skemmtilegur kertatíminn sem er ad fara í gang- kannski kem ég vid hjá þér í okt  þegar ég heimsæki klakann!  Langar til ad sjá allt hjá þér, mín kæra!

heilsur frá Heilla-kerta kellunni í DK    

Birna Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Vilborg Auðuns

Æ dúllan mín gastu ekki sofnað í gærkveldi. Vonandi gastu átt afslappað sunnudag með tærnar upp í loft þú átt það svo sannarlega skilið syssa mín.

Elska þig syssa mín

Knús og kreist Vibba

Vilborg Auðuns, 28.9.2008 kl. 18:14

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að þú njótir vökunóttanna, stundum eru þær góðar ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.9.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Birna mín þú er alltaf velkomin hingað, það væri gaman að sjá þig og bera saman bækur,

Takk Jónína, þetta eru myndarkrakkar þó ég segi sjálf frá. Og drengurinn var ótrúlega rólegur í messunni, og söng eins og engill með kórnum (smá útrás þar)

Silla mín, ég er að bæta við fleiri svona sælgætisilmum og ávaxta svo hvenær ætlar að fara að opna aftur SS búðina.. svo þú getir fengið meira að test kertum austur til þín

Já Anna reyndar nýt ég vaka eina og eina nótt, það er stundum gott að fá að vera með sjálfum sér í friði og ró.

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Litla systir ég elska þig líka og farðu vel með þig stelpa.

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:37

8 Smámynd: Tína

Halló skemmtileg. Vonandi gast nú sofið í nótt krútta. Gengur ekki að hafa þig vakandi fram á rauðar nætur bara við tölvuna!!!

Ekki vissi ég að Jóhanna væri dóttir þín!! Alltaf lærir maður eitthvað nýtt segi ég nú bara.

Kíki fljótlega á þig Helga mín. Hvenær ferðu annars út?

Tína, 30.9.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband