Þetta er svona uppdeit fyrir fjölskylduna :)

Ég hef ekki verið mikið að skrifa hérna því ég hef verið í endalausum rannsóknum að mér finnst, enda náttúrlega ekki mikið fyrir doktora en stundum neyðist maður til vegna þess að fjölskyldunni líði aðeins betur.

Okey ég er búin að fá úr innyflaskoðuninniWink að allt sé í lagi, sem ég var ósköp fegin að vera búin að þessu og að allt hafi verið í lagi.

Nú ég var að láta skoða þetta litla sæta góðkynja æxli mitt sem er statt við andlitstaugina hægra megin. Doktorinn vill ekki taka þetta í burtu því það skapar meiri hættu á lömun í andlitinu (halló haldið þið að ég hefði lagt það á mig, nei bara orðið lömun var til að ég var snögg upp úr stólnum Grin)að skera það í burtu, en ef það fer að angra mig mikið, og farið að sjást mikið undir eyranu þá verður kíkt á þetta. En ég haldi mínu dofna eyra.. verkirnir eru ekkert á við að lamast í andliti (hér talar ein með reynslu)

Svo ég er frí og frjáls frá doktorum þangað til á mánudag, þá fæ ég úr blóðprufum sem ég fer í á 3 mánaða fresti vegna sykursýkinnar, og nú er bara krossa fingur og vona að ég sé búin að ná honum niður aftur. Ég þurfti reyndar að fara á pensillín núna í ágúst og það getur skekkt niðurstöðurnar, ég virðist stökkva upp í sykri ef ég fer á fúkkalyf.

Annars er ég í fínu standi, og steypi kerti milli þessara Reykjavíkurferða GrinWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert hetja HelgaVonandi kemurðu flott út úr blóðprufunum, gangi þér vel mín kæra

Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 05:56

2 Smámynd: Tína

Alltaf stutt í húmorinn hjá þér Helga mín. Vonandi kemur allt vel út úr blóðprufunum. Nóg er búið að leggja á þig samt.

Knús á þig krútta.

Tína, 26.9.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk fyrir falleg orð í minn garð.

Tína hvenær er orðið nóg? það hefur enginn sagt mér það ennþá en þér?, en það er bara að taka því sem að höndum ber og gera það besta úr því, eins og þú veist manna best sjálf.

Helga Auðunsdóttir, 26.9.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Helga skjol

Gott og gaman að sjá þig aftur hérna á ferðinni, var bara satt að seigja farinn að sakna þín mín kæra. Vonandi kemur allt gott útúr blóðprufum á Mánud.

Risa bata knús á þig mín kæra

Helga skjol, 27.9.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Perla mín þú ert nú sú sterkast sem ég þekki  ég hef lært margt af því að fylgjast með þér í gegnum tíðana. ég þarf að fara gera víðreist á Suðurnesjunum, ég á systur í Sandgerði og svo frænku í Garðinu svo þarf ég að fara sjá þig stelpa. Takk fyrir allt og takk fyrir að vera til.

Helga Auðunsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk Nafna.. ég er frekar löt yfir sumarið að hanga meir í tölvunni en ég þarf. Enda er sumarið til að njóta ekki satt. En takk fyrir innlitið, gaman að sjá að ég er ekki öllum gleymd.

Helga Auðunsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:43

7 identicon

mig langar nú bara að forvitnast, hvar nákvæmlega er andlitstaugin ?

Hulda (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 00:48

8 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta taugar sem liggur niður með eyrunum og stjórnar allri hreyfingu í andlitinu. Ef það þarf að fara  þarna inn er þetta ef maður er heppinn 2 tíma aðgerð annars er verið að tal um 4-6 tíma á skurðaborðinu. þetta er afar viðkvæmur staður því það er allt svo finnlegt í kringum andlitið á okkur og erfitt að skemma ekki eitthvað með svona inngripi. Ég hef verið að reyna skoða þetta og þetta er algjör frumskógur af taugaendum þarna. Svo ég verð bara að fá mér góða húfu fyrir veturinn og trefill, kuldinn er það versta þá er eins og ég sé með hníf í eyranu. en hann er samt skárri en skurðaðger :)

Helga Auðunsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband