Vigtun!!

Sko við Steini minn erum alveg fjallmyndarlegt fólk Wink.

Ég var að gera bílinn kláran um daginn til að flytja smá af kertum á FMS það svosem væri ekki frásagnarvert nema hvað það var smá hálkublettur við húshornið og ég í mínum flýti varð fótaskortur á þessum "eina blett" og steinlá. Eitthvað heyrðist nú í mér og Steini minn kemur á "öðru 100 út" til að athuga hvort ég sé ekki í heilu lagi Smile alltaf svo hugulsamur þessi elska. En hvað um það ég ligg bara og horfi með hundsaugum á hann hvort hann ætli ekki að hjálpa mér upp? Jú þessi elska réttir mér höndina, en það gekk ekki því fæturnir vildu ekki hlýða, svo nú beygði Steini minn sig niður og skipaði mér að taka um hálsinn á sér á meðan hann drægi mig upp, jú það gekk en þegar ég var komin á fætur sagði þessi elska, NÚ FÖRUM VIÐ Í VIGTUN!. Þarna stóð þessi elska og gat ekki meir, því hann var fastur í bakinu.  Ég hjálpaði svo honum að staulast inn Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆÆ vonandi jafnið þið ykkur á þessari byltu bæði tvö. En púkaskrattin kom upp í mér,  því ég sá þetta mjög myndrænt fyrir mér og sprakk því úr hlátri við lesturinn   Sérstaklega þann hluta er þú leiddir/studdir Steina inn.  Haltur leiðir blindan eða þannig.... Knús til ykkar beggja og góða helgi. Kv að austan

(IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æts klaufar... vonandi eruð þið ekkert alvarlega slösuð ? Ef og auðvitað líka vonandi ekki, þá nefnilega ætla ég að láta það eftir mér að flissa aðeins... að frásagnarstílnum sko

Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

...og svo fékk Kiljan Nóbelinn...

Þorsteinn Gunnarsson, 21.2.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Tína

HEHEHE þið eruð æði. Endalaust gamað að ykkur þó verra sé að þið séuð að slasa ykkur svona. Ég vona svo sannarlega að þið séuð nú búin að jafna ykkur á þessu.

Knús á ykkur bæði

Tína, 26.2.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband