Færsluflokkur: Bloggar

Fréttabréf Töfraljósa

Skráðu þig á póstlistan til að fá sent fréttabréfið sem kom út í dag.  Frábært tilboð í gangi út allan mánuðinn.


Sko taka tvö.. tekst þetta núna

ég var búin að skrifa fullt af bulli og svo hvarf það allt saman, svo gaman að blogga þegar allt hverfur finnst ykkur það ekki.

Nú ég er búin að vera hér að bardúsa í kertagerðinni og skipti um lit öðru hvoru, t.d í morgun eignaðist Steini svarta konu, ég er ekki að meina brúna á hörund heldur kolsvarta. Sko ég var sko að lita vax með svörtum lit svona til að tolla nú í svörtu tískunni, svo var ég að kreista flöskuna þegar allt í einu heyrðist voða hvellur og ég sá svartan lit fljúga út um allt og ekki síst á mig sjálfa, skratt.. flaskan sprakk í höndunum á mér. Nú það var lítið annað að gera en að taka upp tuskur og byrja að þrífa fyrst sjálfan mig því allt sem ég kom við varð svart, svo tók við þrif á veggjum og borði. Ég var samt búin sem betur fer að forða öllum kertum í burtu áður en þetta gerðist.snjokulur 

Hérna eru litlu sætu snjókúlurnar mínar ég á eftir að setja smá glimmer á þær og þá verða þær bara geggjaðar.

jolakerti

Svo sjáið þið gráu og hvítu kertin hérna við vinstra megin.

Alltaf að prufa eitthvað nýtt í þessari deildinni þessa daganna. Svo á ég eftir að gera rauð og græn kerti í þessum stíl, mér finnst sjálfri þau vera svolítið tignarleg. Enda ætla ég að gera aðventukransinn úr rauðum kertum. Okey ég veit þið eruð að fá upp í kok af þessu kertatali Blush En svona er það að stundum sé ég ekkert nema kerti allan daginn og þá verður maður svolítið heilaþveginn. 

Hvað um það, ég er svona uppistandandi en verkirnir hafa lítið dofnað ég hef bara lært að lifa með þeim, annars er stundum svo að ég þarf á öllum mínum styrk til að standa í þær því það er svo sárt. Ég velti mér lítið orðið upp úr þessu því það er ekki til bóta og læt hverjum degi nægja sína þjáningu í þessum efnum. Það kemur allt nýr dagur með nýrri von um að dagurinn í dag verði betri en í gær. Ég þarf svo sem ekki að kvarta það eru margir þarna úti sem eru verr farnir og verr stemmdir.

 

 


Hér er alltaf allt á fullu

galleri já þessa dagana fer lítið fyrir því að ég liggi yfir tölvunni mér til afþreyingar.  Nú er farið að færast fjör í leikanna og kertin mín renna út eins og heitt vax Grin. Ég er búin að hertaka bóndann í þennan bransa minn. Ég er ekki alveg búin að jafna mig, en ég styrkist óðum við að skokka með mótin á milli herbergja. Svo þarf að brjóta stóra vaxklumpa til að koma þeim í pottanna, svo ég styrkist líka í höndunum kannski eru ekki allir jafn ánægðir með það Grin. Já lífið er skemmtilegt þrátt fyrir að ég þurfi að bíta á jaxlinn til að geta haldið áfram, en þetta að geta unnið gerir það að verkum að ég set ekki verkina mikið fyrir mig. adventukertiEnda held ég að þeir sem hafa lent í einhverju svipuðu og ég njóta þess bara að vera með sínum nánust og njóta lífsins í botn.

Ég er með galleryið opið alla daga vikunar frá 14 til 22 og því tilvalið að renna hingað í sunnudagsbíltúr og kíkja á okkur hjónakornin.

frettirKanillÉg er með meira en bara kerti í galleryinu og þar á meðal eru þurrkaðar jurtir sem eru með kanill ilm sem er bara dýrlegur.  Svo er ég með handgerða glerbakka undir kertin sem hægt er að nota undir fleira en kerti, þannig að það er margt að skoða. 

Á síðunni minni www.tofraljos.com eru myndbönd fyrir þá sem eru forvitnir um sjúkdóminn sem ég fékk fyrir ári.

Þá er best að fara að fylgjast með fréttunum svo ég viti eitthvað hvað er að gerast.


Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra

 Endilega skoðið þennan hlekk:   Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra

Til hamingju

Til hamingju Guðlaug, frábær árangur.
mbl.is Guðlaug Íslandsmeistari kvenna í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið snýst um vax þessa daganna

Ég hef haft lítið þrek í að blogg hvað þá lesa aðra. Lífið mitt núna snýst um að eiga orku til að geta farið í æfingar og búa til kerti. Við mæðgurnar erum saman að þessu þetta haustið og gengur samvinnan vel að vanda. Við höfum löngum verið eins og ein manneskja þegar kemur að vinnu og það er yndislegt að hafa Viggu mína hjá mér því það veitir mér ákveðna öryggiskennd að vera ekki ein úti í skúr. Við tókum okkur til og bárum út smá bækling í eitt hverfi á Selfossi og það hefur skilað sér ágætlega. Svo við ætlum að halda þessu áfram og taka næsta hverfi fyrir um næstu mánaðarmót. Svona svo fólk fái ekki upp í kok á okkur. Ég skellti ilm í bæklinginn og það sko er alveg skothelt, enda angaði forstofan hjá þeim sem fengu bæklinginn af sjávardraumi og margir hafa mætt með hann og beðið um ÞENNAN ilm.sjavardraumur

 

 

Ég sjálf er þokkaleg mætti vera betri en hver mætti það ekki. Ekkert lát er á verkjum í fótunum og gerir það mér erfitt fyrir að standa lengi í fæturnar. En það hefur líka sitt að segja á nóttunum þannig að ég sef afskaplega illa, mesta lagi 4 tíma í einu og þá loga þessar elskur. En ég þakka fyrir það hvern dag að geta gengið það var ekkert sjálfgefið miðað við hægan bata hjá mér. Vonandi minnka verkirnir með minnkandi konu, en hún losaði sig við 2 kg á síðasta hálfa mánuðinum svo það eru bara 6 eftir í aðgerðina góðu sem á að bjarga skrokknum á mér, eða réttara sagt hjálpa mér að bjarga því sem bjargað verður Grin 


Áríðandi lesning !

untitled?????You have to read this right now!! ?Its very important!!!

??????Do Not Let Your Kids Play With Flip Phones!!

??????A new study has revealed that flip phones have very serious side
??????effects to the reproductive organs of young children!!

??????Research has proven it can also lead to localized pain and
??????discomfort!
??????Please review the following photo for illustration purposes.

??????I ask that you pass this on so that other parents will take
??????appropriate steps to prevent this.

Töfraljós - kertagerð - Dóttirinn fékk áfall

Mín elskulega dóttir Vigdís fékk nett áfall í morgun þegar hún gekk inn í kertakerðina í morgun, en þar flæddi allt í ópökkuðum kertum, hún sér sko um pökkunardeildina hjá mér.

morgunhressingSvo varð henni litið inn í Southfork en þar eru kertin búin til og þar var annað eins í bígerð af kertum, svo hún lét hendur standa fram úr ermum og pakkaði af miklum móð fram á hádegi þá rak ég hana heim, til að gefa karlinum að borða Grin


Úffff

Míns er lofthrædd, en fyrir utan það, hvað eru eigilega mörg þjónustufyrirtæki í landinu, það er alltaf hægt að byggja meir og meir fyrir þjónustu og verslun, ég er alveg hætt að botna í þessari þróun.
mbl.is Starfsemi hefst brátt í hæstu byggingu landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna

Já það má víða taka til hendinni, og þetta að þvælast með áfengi úti á götum ætti ekki að sjást í henni litlu Reykjavík. Svo þetta með óþrifin, hafið þið tekið eftir að reykingar á götum úti hafa margfaldast eftir að bannið var set á. Það þarf að koma fyrir stubbahúsum á fleiri stöðum til að koma í veg fyrir sóðaskap sem skapast af því að stubbum er hent í götuna.
mbl.is Dauðagildrur fundust í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband