vá þetta er næstum því eins og flytja

Steini tók uppá því með mínu samþykki að breyta vísa kortunum okkar þannig að ég væri með aukakort á honum. Ok ekkert mál, en nú var þrautargangan að laga boðgreiðslur og annað sem var fast á báðum kortunum okkar. Svo nú erum við búina að sitja með sveittan skallan yfir því að hringja og breyta erum að verða búin en þetta er búið að taka þó nokkra klt. en vel þess virði Smile.

Jóhanna mín er betri en enginn hún tók sig til og skipti á öllum rúmum í húsinu og það var orðið þarft verk, ég næli í stelpurnar til að hjálpa mér við þetta því ég kemst ekki upp í efri skápana til að ná í það sem til þarf svo er jafnvægið ekki alveg komið til að setja sængurnar í verið, en það fer að sængurverkoma :), Vigga Dís er búin að vera líka dugleg hefur verið að keyra mig í æfingar og annað sem ég hef þurft að fara þegar Steini er upptekinn. Svo hefur hún tekið til hendinni þegar henni hefur orðið um og ó ástandið á heimilinu, við eigum nefnilega rétt á hjálp þessa dagana en hún skilar sér seint því að þeir segja hjá félagsþjónustunni segjast vera vandamálum vegna skorts á mannafli. Er þetta ekki típísk ég að ef ég þarf á einhverju svona á að halda þá koma upp alskonar vandamál.

Nú dagurinn er rétt hálfnaður og ég er bara ósköp róleg yfir lífinu og tilverunni þessa stundina þó ég sé kannski pínulítið að velta mér upp úr fréttum  sem ég reyni að láta vera en þessi dómur sem féll í sambandi við nauðgunarmálið er bara hræðilegur, mér finnst vera gefa veiðileyfi á að nauðga. Ef þú berst ekki eins og anskotinn þá er það leyfilegt að nauðga þér. Ég sæi þessa hæstaréttadómar lenda í þessu sama og reyna fá dóm á geranda, ætli það gæti reynst þeim þrautin þyngri að horfast í augu við að gerandinn gengi út og þeir fengju hræðslu hnút í magan bara við að þurfa að fara út ef þeir skildu nú mæta gerandanum sem hefði fengið veiðileyfi á þá. Live is a bitch!

Kannski pára ég eitthvað meira í kvöld, aldrei að vita :)

en bless í bili og hafið þið góðan dag :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er gott að þú átt góða að. Fyrst að þú átt rétt á heimilishjálp en þeir geta ekki útvegað hana, máttu þá ekki redda sjálf hjálp og þeir greiða fyrir það?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta er kannski þrjóska í mér, en mér finnst ég þurfa nóg að níðast á þessum elskum í kringum mig, þó ég fari nú ekki að láta þær þrífa líka. Svo hefur félagskerfið hér ekki alveg verið að gera sig gagnvart mér svo ég ætlast bara til að það standi sig í þessu máli.

Helga Auðunsdóttir, 7.7.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Helv... félagskerfið.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband