Af sírenum og fleiru
15.4.2008 | 10:41
Hér á Selfossi er eins og í bíómyndunum endalausar sírennur í gangi og eftir þessi tvö dauðaslys er hjartað farið á stað í hvert skipti sem við heyrum þessi hljóð. Það að vita af sínum á ferðinni hér er orðið hálfgerð pína því við vitum aldrei hvenær slysin gerast. En við höldum í vonina að nú fari eitthvað að gerast í þessari tvöföldun, það virðist vera að það þurfi mjög svo mikið að ganga á til að yfirvöld opni augun og geri eitthvað. Og vonandi fer hækkandi bensín og olíuskattur að skila sér í vegina eingöngu eins og hann á að fara.
Annað mál ég fór suður í Sandgerði á laugardaginn og var að hjálpa henni systur minni að gera klára fermingaveislu sem hún hélt heima hjá sér, ég var að sjálfsögðu með einkadriver og það var elsta stelpan mín hún Vigdís( sem er sko betri en enginn þegar kemur að veislum). Og keyra þessa tvo vegi Reykjanesbrautina og Suðurlandsveginn, skal ég segja ykkur er sko enginn óskastaða, ég var hreinlega að spá í að hvort við gætum ekki tafsað okkur í gegnum Suðurstrandaveginn, en það tekur svodan óratíma vegna þess hversu lélegur hann er. En mikið vildi ég að sá vegur væri kominn í gagnið fyrir okkur sem þurfum að fara suðreftir og fyrir flutningabílana sem eru að þvæla á þessari leið Suðurnes - Suðurland.
Hmm...
8.4.2008 | 16:21


![]() |
Segir Íslendinga ekki hafa selt neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins, loksins
8.4.2008 | 16:10
Ég var að senda fréttabréfið af stað það ætti að vera komið til ykkar núna seinni partinn.
Hér eru kerti sem eru ný á síðunni hjá mér annað er barnapúður en þessi sem er bleikari en allt bleikt er dalalilja, svo eru komnir fleiri ilmir í ilmjurtunum og svo streyma vor og sumarilmirnir inn eftir því sem líður á mánuðinn.
Sniglabandið og Selfoss ER....
7.4.2008 | 14:41
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo er nú það
7.4.2008 | 14:06
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Potturinn og ég
6.4.2008 | 08:59
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er þessi hætta,
2.4.2008 | 17:45
hvað er ekki hættulegt nú til dags, ef mótmæla aðgerðir koma ekki við okkur þá eru það ekki mótmælaaðgerðir. Ég get kannski trútt um talað hér á Selfossi, en vörubílstjórar og aðrir þeir sem þurfa á því að halda vegna vinnu sinnar að geta borgað brúsan og sjálfum sér laun, þá finnst mér þessir hlutir sem þeir eru að framkvæma smámunir miðað við hvað er í húfi fyrir þá ef bensín og olíuverð hækkar, og hvað þá þessi hvíldarklukka sem þeir eru með í bílnum hjá sér. Ég hef reyndar aldrei skilið hana, enda var hún ekki komin þegar ég rak ásamt mínum fyrverandi gröfu og vörubíl.
Óska atvinnubílstjórum til hamingju með að vekja góða athygli á sér og vona bara að þetta skili sér til ykkar allra.
![]() |
Klárlega almannahætta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég vil skora á vörubílstjóra að halda uppteknum hætti
2.4.2008 | 17:34
![]() |
N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttabréfið kemur út núna um næstu helgi
2.4.2008 | 17:31
sko
31.3.2008 | 13:48

![]() |
N1 lækkar eldsneytisverð um krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |