Færsluflokkur: Heimili

Loksins, loksins kertin mætt á höfuðborgasvæðið

adventukrans3 Englar og Rósir í Hólagarði, Efra Breiðholti, hafa tekið kertin okkar í sölu.

Er að skríða saman

Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast  þar undanfarna daga.

ilmjurtir_gleim Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.

Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.


Skrítið hvað ég verð þreytt... en kannski ekki

Já ég er frekar þreytt þessa dagana, en það er sjálfsagt ekkert skrítið. Þó mér finnist þetta ástand ekki beint skemmtilegt þá er kannski tími til kominn að læra að ég verð að slaka á svona ca. 1 sinni á dag og bara leggja mig.  Ég þrjóskaðist við það að gera það ekki í desember því mér finnst það tímaeyðsla að leggja mig, en ég gerði þetta mikið áður fyrr og fékk í hausin að ég væri alltaf að leggja mig svo ég hef verið dálítið stíf á að leggja mig ekki. En eftir þetta áfall fer ég að hugsa hvað gerði ég rangt, hvað get ég gert til að bæta líðanina og minnka líkur á að ég fái GBS í 3 skiptið. (ég segi nefnilega allt er þegar þrennt er þá fjórða fullkomið er.. hmm). Ég er að reyna að skipuleggja árið í kertagerðinni svo ég geti látið hana ganga án þess að ganga of nærri sjálfri mér. Sem betur fer er dóttir mín ein af þremur að flytja heim og kemur til með að hjálpa mér í kertunum. Það á eftir að létta helling undir mér.

Svo að öðru máli, ég vil þakka starfsfólkinu á Taugadeildinni á Borgarspítalanum kærlega fyrir mig og það var yndislegt að hitta staffið þar aftur. Þetta var eins og að koma á heimili mitt nr. 2. Þrátt fyrir mikið vinnuálag og þreytu þá var alltaf stutt í brosið og smá spjall.


Jæja ég er komin heim á ný

Jæja er búin í meðferðinni á Borgó enn þið getið lesið um það á blogginu hjá eiginmanninum. Ég er ótrúlega hress miðað við aðstæður og finnst yndislegt að hafa komist heim fyrir áramót. Enda enginn ástæða til að eyða þeim aftur á Borgó þó útsýnið sé gott þar yfir bæinn. Strákarnir mínir eru að elda í þessum skrifuðu orðum. Ég þurfti sko að elda á aðfangadag, frídaginn minn frá eldamennsku svo ég kom þessu yfir á þá með svolítið dramatískum hætti :) Bara láta ykkur vita að ég er á lífi og lofa að fara vel með mig eins og endranær.

 


Sumir eru mis - viltir á tímanum

Já ég gerði hér allt vitlaust í gær enda fyrsti í aðventu. Ég óð um eins og vitleysingur og skipaði fyrir, tæmdi allt jóladót úr geymslunni, sendi skilaboð til stráksins míns út í Danmörku um að segja mér hvar hann hefði set jólaseríurnar í geymslu. Var sem sagt alveg á síðasta snúningi á jólastússinu, og skildi ekkert í því hvað dóttir mín hún Vigdís var róleg yfir aðventukrönsunum sem hún ætlaði að gera fyrir okkur.  Steini var setur í að þrífa glugga, fannst mér það ganga heldur hægt hjá honum svo ég bara seti það á "hóld" að vera standa í þessu í niðamyrkri, hann fær bara að gera þetta þegar fer að birta á ný með hækkandi sól. Svo birtist vinkona mín hún Þórdís og horfði á mig með undrun, hvað í fjandanum gengi að mér, hvort ég hefði alveg farið yfir um núna. Ég horfði á hana til baka og benti henni góðfúslega á að það væri nú fyrsti sunnudagur í aðventu og ég væri nú vön að koma þessu jólaskrauti upp á þessum degi, það varð undarleg þögn, og svo var glott, og mér bent á að það væri um næstu helgi þessi fyrsti sunnudagur..... hmmmm það getur bara ekki verið flaug í gegnum huga minn, en jólaþorpið í Hafnafirði það er BARA á aðventunni, aftur kom þögn... nei Helga mín var sagt með brostinni röddu, það byrjar einni helgi fyrr svo sprungu allir úr hlátri, já ég hafði svo sannarlega farið daga vilt.

jolineruadkoma_stor

Annars er af mér allt gott að frétta, ég geri kerti á mínum hraða og gengur þokkalega ef ég bara held mig við efnið og fer ekki fram úr mér, eins og í gær, er að taka það út í dag hmmm, jæja ég verð þá ekki eins þreytt um næstu helgi, allt hefur sínar góðu hliðar. Það er orðið nokkuð til af jólakertum í ýmsum stærðum og gerðum. Það skemmtilega er við að gera jólakertin að það er svo mikið af svona allskonar sælgætisilm sem er að kitla nebbann.

Ég er alltaf í æfingum og gengur þokkalega að ná upp styrk, en annað ætlar að vera eins, verkir og þess háttar smá mál. Þannig að allt gengur sinn vanagang að því leiti og ég er ósköp fegin að þetta skuli þó ekki vera verra en það er.

Svona í lokin fréttabréfið hjá mér kemur út í byrjun des og það er um að gera að vera komin á póstlistann til að fá tilboðin sem verða í desember.

 


Fréttabréf Töfraljósa

Skráðu þig á póstlistan til að fá sent fréttabréfið sem kom út í dag.  Frábært tilboð í gangi út allan mánuðinn.


Hér er alltaf allt á fullu

galleri já þessa dagana fer lítið fyrir því að ég liggi yfir tölvunni mér til afþreyingar.  Nú er farið að færast fjör í leikanna og kertin mín renna út eins og heitt vax Grin. Ég er búin að hertaka bóndann í þennan bransa minn. Ég er ekki alveg búin að jafna mig, en ég styrkist óðum við að skokka með mótin á milli herbergja. Svo þarf að brjóta stóra vaxklumpa til að koma þeim í pottanna, svo ég styrkist líka í höndunum kannski eru ekki allir jafn ánægðir með það Grin. Já lífið er skemmtilegt þrátt fyrir að ég þurfi að bíta á jaxlinn til að geta haldið áfram, en þetta að geta unnið gerir það að verkum að ég set ekki verkina mikið fyrir mig. adventukertiEnda held ég að þeir sem hafa lent í einhverju svipuðu og ég njóta þess bara að vera með sínum nánust og njóta lífsins í botn.

Ég er með galleryið opið alla daga vikunar frá 14 til 22 og því tilvalið að renna hingað í sunnudagsbíltúr og kíkja á okkur hjónakornin.

frettirKanillÉg er með meira en bara kerti í galleryinu og þar á meðal eru þurrkaðar jurtir sem eru með kanill ilm sem er bara dýrlegur.  Svo er ég með handgerða glerbakka undir kertin sem hægt er að nota undir fleira en kerti, þannig að það er margt að skoða. 

Á síðunni minni www.tofraljos.com eru myndbönd fyrir þá sem eru forvitnir um sjúkdóminn sem ég fékk fyrir ári.

Þá er best að fara að fylgjast með fréttunum svo ég viti eitthvað hvað er að gerast.


Lífið snýst um vax þessa daganna

Ég hef haft lítið þrek í að blogg hvað þá lesa aðra. Lífið mitt núna snýst um að eiga orku til að geta farið í æfingar og búa til kerti. Við mæðgurnar erum saman að þessu þetta haustið og gengur samvinnan vel að vanda. Við höfum löngum verið eins og ein manneskja þegar kemur að vinnu og það er yndislegt að hafa Viggu mína hjá mér því það veitir mér ákveðna öryggiskennd að vera ekki ein úti í skúr. Við tókum okkur til og bárum út smá bækling í eitt hverfi á Selfossi og það hefur skilað sér ágætlega. Svo við ætlum að halda þessu áfram og taka næsta hverfi fyrir um næstu mánaðarmót. Svona svo fólk fái ekki upp í kok á okkur. Ég skellti ilm í bæklinginn og það sko er alveg skothelt, enda angaði forstofan hjá þeim sem fengu bæklinginn af sjávardraumi og margir hafa mætt með hann og beðið um ÞENNAN ilm.sjavardraumur

 

 

Ég sjálf er þokkaleg mætti vera betri en hver mætti það ekki. Ekkert lát er á verkjum í fótunum og gerir það mér erfitt fyrir að standa lengi í fæturnar. En það hefur líka sitt að segja á nóttunum þannig að ég sef afskaplega illa, mesta lagi 4 tíma í einu og þá loga þessar elskur. En ég þakka fyrir það hvern dag að geta gengið það var ekkert sjálfgefið miðað við hægan bata hjá mér. Vonandi minnka verkirnir með minnkandi konu, en hún losaði sig við 2 kg á síðasta hálfa mánuðinum svo það eru bara 6 eftir í aðgerðina góðu sem á að bjarga skrokknum á mér, eða réttara sagt hjálpa mér að bjarga því sem bjargað verður Grin 


Töfraljós - kertagerð - Dóttirinn fékk áfall

Mín elskulega dóttir Vigdís fékk nett áfall í morgun þegar hún gekk inn í kertakerðina í morgun, en þar flæddi allt í ópökkuðum kertum, hún sér sko um pökkunardeildina hjá mér.

morgunhressingSvo varð henni litið inn í Southfork en þar eru kertin búin til og þar var annað eins í bígerð af kertum, svo hún lét hendur standa fram úr ermum og pakkaði af miklum móð fram á hádegi þá rak ég hana heim, til að gefa karlinum að borða Grin


Töfraljós - Ilmkertagerð - Kertagerðin komin vel á skrið

frankincenseHér eru Frankincense kerti, yfirleitt er þessi ilmur í reykelsum sem notuð eru í katólskum kirkjum.

Þetta er sannkallaður jólailmur.

 

 

 

sjavardraumurHér er svo sjávardraumurinn, sá allra vinsælasti ilmur sem við höfum verið með.

 

En kíkið endilega á síðuna og skoðið vel og vandlega!

www.tofraljos.com


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband