Fréttir af hinu og þessu

Nú eru liðin svo lítið sem 9 ár síðan ég fékk GBS, og það hefur verið upp og niður hvernig hefur gengið svona þegar á heildina er litið. Með því að æfa hélt ég mér gangandi en í vetur hefur verið þannig staða að ég hef ekki haft orku í að æfa með öllu því sem gengið hefur á. Það kemur svo sannarlega niðrá mér, fæturnir verða óstöðugir og ég þarf meir og meir að passa að ganga með stífa ökkla til að detta ekki um sjálfan mig. Það er skrítið þetta líf, sumt poppar upp aftur og aftur. 

Við pabbi höfum haft mikil samskipti í vetur, en hann varð alveg blindur í haust og ég sé um að nóg sé til að mat og kíki til hans einu sinni í viku og gisti þá oft og gef honum eina heimaeldaða máltíð, þetta eru gull stundir og ég vildi ekki missa af því að fá að njóta þeirra. Pabbi hafði ekki mikinn tíma fyrir mig eftir að ég fór að heiman svo þetta er kærkomið hjá okkur að sitja og spjalla um lífið og tilveruna. Svo þó að ég gleðjist ekki yfir blindunni hans þá er þetta samt okkur til góðs sem feðgin að geta talað saman. 

Við Steini sitjum sjaldnast aðgerðalaus og alltaf eitthvað fjör í kringum okkur, barnabörnin orðin 7, og við bæði búin að fá nöfnu og nafna :)) eitthvað sem er ekkert sjálfgefið í dag þar sem oftar enn ekki er skírt út í bláinn.IMG_8909

við versluðum eitt stykki hjólhýsi og er verið að gera það klárt fyrir ferðir sumarsins, ef sumarið kemur þá cool.

Af börnum er það að segja að þau dafna og menntast eins og enginn sé morgundagurinn og við gömlu förum í hverja útskriftina af annari og gleðjumst með þessum elskum, það er stúdentar og BA útskriftir og Doktor, já þeim er ekki fisjað saman. En það sem mest skiptir máli er að allir eru heilsuhraustir og líður vel með sínum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband