Helga Auðunsdóttir
Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur sem flutti út á land 16 ára gömul og settist að í Hrunamannahrepp, gerðist þar kúabóndi eftir að hafa verið á Hvanneyri árið 1978 - 1979. Á þeim árum sem ég var bóndi átti ég 3 börn og síðan bætti ég 2 við. Ég endaði búskapin 1997 en þá bjó ég að Skálmholti í Flóahreppi (Villingaholtshreppi. Síðan flutti ég á Selfoss og bjó þar ein með mín 5 börn en fann svo eiginmann Þorstein Gunnarsson sem hefur verið mér minn besti vinur og yndislegur eiginmaður.
En það var ekki nóg að hafa 5 börn og eiginmann svo ég varð að finna mér eitthvað til dundurs og fór að steypa kerti svo segi ég ekki meira um það.
Við hjónin rekum saman kertagerðina Töfraljós
Svo erum við með síðu um gerfihnattasjónvarp Skrifa.com
Svo er hægt að versla allt í sambandi við gerfihnattasjónvarp hjá okkur á Versla.com