Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Búin að vera löt, kannski ekki
15.5.2008 | 11:54
Sko kannski er ég ekki búin að vera löt, því ég keyrði til Reykjavíkur í fyrsta skipti fyrir hálfum mánuði síðan, en þá sko dó tölvan mín og ég fór og náði mér í aðra sem Steini þessi elska setti saman fyrir mig. Já það er gott að eiga góða að þegar þetta þarfaþing klikkar. Svo hef ég eiginlega ekki stoppað. Nú ég útskrifaðist frá Reykjalundi endanlega, fór í viðtal og þeim fannst ég bara í góðum málum. Svo er eitt barnanna minna í viðtölum á Reykjalundi og við höfum burrað þetta fram og til baka. Ég finn til mikils léttis að geta þetta og það gefur Steina pínulítið frí frá mér, þó sakna ég þess að hafa hann ekki með mér í þessu stússi er orðin svo vön að hafa einkadræver.
Svo erum við búin að vera á fullu að ferðast á nýja bílnum. Á myndinni erum við á Hlöðum í Hvalfirði. Við höfum fengið gott veður og notið þess að spjalla við aðra húsbílaeigendur.
Við höfum kynnst fólki í gegnum húsbílaspjallið og verið í samfloti með sumum af þeim.
Af mér er allt þokkalegt að frétta og ég hef styrkst töluvert síðasta mánuð, eða eins og Steini segir það er daga munur á mér sem ekki hefur verið lengi. Enda finn ég að ég er öll að koma til og bara hlakka til að ferðast og njóta sumarsins út í ystu æsar.
Svo nú mega ættingjarnir fara að vara sig, víst ég er farin að koma mér sjálf á milli staða er aldrei að vita hvar ég lendi þegar sá gállinn er á mér
jæja er á leið í síðasta skipti af þessum skiptum á Reykjalund, flókið ekki satt
hafið góðan dag í sólskininu
já ég átti afmæli
29.4.2008 | 11:53

Gleðilegt sumar
24.4.2008 | 12:46
Nú er ég að semja
20.4.2008 | 19:15

Steini minn ekki sáttur
20.4.2008 | 15:14
við síðustu færslu hjá mér okey, ég ól þau ekki upp ein öll unglingsárinn, Steini og ég fórum að búa ári eftir að ég skildi, svo ég var ein í eitt ár. Það ár gaf okkur fullt af ró í hjarta og nutum þess að vera ein og lifa á pasta. Þau eignuðust virkilega góðan pabba í Steina, sem þau vissu ekki að væri til svona góðir pabbar. Stundum þá er ég hissa á hversu vel elstu börnin tóku honum, því þau voru full af tortryggni og ekki alveg sátt við að deila mér með 6 aðilanum, nema litli peyinn okkar dýrkaði hann útaf lífinu og þá sáu hin eldri að þetta var allt í lagi, svo var tíkin mín hún Sif hænd að honum um leið og þá var hann góður maður. Tíkin mín gerði mikinn manna mun og gaf ekki færi á sér ef henni líkaði illa við fólk. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að hafa eignast yndislegasta eiginmann sem hugsast getur og sem tók krökkunum mínum sem sínum strax.
Um mig og börnin mín
20.4.2008 | 11:31
Ég veit þau verða ekki hrifin blessaðir englarnir mínir þegar ég fer að skrifa hér um þau. En ég hef verið að lesa færslur um ofvirk og einhverf börn. Reyndar hef ég mína reynslu líka persónulega af englunum mínum en líka frá vinkonu minni.
Ég á ekki nema 5 börn og ef ég hefði látið greina þau á sínum tíma þá hefðu 3 verið talin ofvirk. Ég með minn barna hóp taldi þetta bara eðlilegt að þurfa að vera á nálum að þau færu sér ekki að voða. Ég pældi aldrei í að þetta væri eitthvað öðruvísi en það ætti að vera, börnin voru bara hver með sínu lagi. Ég reyndi bara að halda góðum aga á hópnum í heild og allir lutu sömu reglum. Það hefur ræst vel úr þessum hóp, sá yngsti af þessum þrem er nú ennþá heima og kannski fengið örlítið annað uppeldi enda alinn upp af Steina Gunn og þeir sem þekkja þann mann vita að hann er góður uppalandi að vissu marki en hann vantar agan sem ég beiti með hin 4. og því er hér oft allt í hers höndum sófar og stólar í stór hættu þegar sá litli er í stuði. Hann situr sjaldnast kjurr nema þegar hann er að spila við bróður sinn sem býr í Danmörku gegnum netið. Enda finnst mér hann stundum fallegastur þegar hann sefur, þetta er ekki illa meint en svona er það stundum þegar sálin er orðin uppgefin eftir daginn á hraðanum og spurninga flóðinu.
Hin tvö sem eru orðin fullorðin í dag voru ótrúlega uppátækjasöm, elsti engillinn minn var heppinn að hafa ekki drekkt sér í Hvítá, við bjuggum við ána aðeins 300 metrar milli bæjarhús og þessa ægilega vatnsfalls. Hann var farinn á stað áður en hann var ársgamall og var fljótur að finna út hvernig hann átti að komast út úr garðinum. En það sem bjargaði honum var að hann sótti mikið í skepnurnar og var því oft að þvælast með hundunum og ég var nokkuð örugg með hann þá. En ég fann hann nokkrum sinnum við að fleyta dóti í áni þegar hann var um 4 ára aldur og druslaðist með systir sína með sér sem var bara 3 ára.
Svo varð það engill nr 4 sem tók upp sömu takta og bróðir sinn og var kominn á fæturnar 9 mánaða og upp um allt. Óhrædd við allt og ég var stundum svo á nálum, tíndist á Þorláksmessu (ársgömul frá því um vorið), Þá bjuggum við í Hafnarfirðinum og hún fannst niðri á Hringbraut, hún hafði ráfast í burtu frá systkinum sínum og fékk sér vænan göngutúr á stuttu fótunum sínum. Eftir þetta fór hún á róló ef hún var sett út, en hún reyndi meira að segja að sleppa þaðan, fann gat á girðingunni
Ég gæti endalaust tínt um sögur um þau systkin en ég var heppin að þau leiddust ekki út í vondan félaskap og héldu sig mest og best hér heima á unglisárunum, enda við nýflutt á Selfoss og þau nutu þess að vera ein með mér.
Svo er það engill nr 5 okey hann er enn að og ég skal segja ykkur sögur af honum þegar hann er orðinn fullorðinn. En hann er duglegur strákur klár að læra eins og öll hin systkinin hans svo það á eftir að rætast vel úr honum hef ég trú á.
Minna á Tilboðið í Gallerýinu
18.4.2008 | 23:49
Guillain-Barré
17.4.2008 | 18:34
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og Sjúkraþjálfun
17.4.2008 | 15:33
úpps ég fæ i magan, ég er búin að vera skrópa þar, úthaldið er ekki meira en guð gefur hverju sinni og ég hef verið að taka tarnir sem ég má ekki og þá ligg ég bara. Úff Baldur á svo eftir að stríða mér á þessu úthaldsleysi en það er bara svona. Annars er allt í fullu í kertagerðinni og ekkert lát þar á þó það sé að koma vor, ég var í sturtu áðan og þá heltust yfir mig hugmyndir af sumarblöndun í ilmum, og nú er bara að fara koma sér út og gera eitthvað af viti. Ég var samt dugleg áðan og fór á fjölþjálfan þó ég hafi varla haft kraft til að komast í skíðin, ég beit bara á þetta sem er aftast í kjálkanum og dreif mig upp. Ég finn að það gerir mér gott að gera eitthvað í hreyfingu það kemur blóðinu á stað og allt verður svo bjartara og auðveldara meðan þú er að ögra sjálfum þér og getur eitthvað sem var ómögulegt fyrir nokkrum dögum.
Jæja nóg um þetta Steini skrapp í bæinn hmmm og hvað jú hann er sko að skoða hverju hann getur bætt við fina húsbílinn okkar svo sem best fari um okkur og þá sérstaklega mig, já ég er heppin kona að eiga svona yndislegan mann sem hugsar svona vel um mig.
Af sírenum og fleiru
15.4.2008 | 10:41
Hér á Selfossi er eins og í bíómyndunum endalausar sírennur í gangi og eftir þessi tvö dauðaslys er hjartað farið á stað í hvert skipti sem við heyrum þessi hljóð. Það að vita af sínum á ferðinni hér er orðið hálfgerð pína því við vitum aldrei hvenær slysin gerast. En við höldum í vonina að nú fari eitthvað að gerast í þessari tvöföldun, það virðist vera að það þurfi mjög svo mikið að ganga á til að yfirvöld opni augun og geri eitthvað. Og vonandi fer hækkandi bensín og olíuskattur að skila sér í vegina eingöngu eins og hann á að fara.
Annað mál ég fór suður í Sandgerði á laugardaginn og var að hjálpa henni systur minni að gera klára fermingaveislu sem hún hélt heima hjá sér, ég var að sjálfsögðu með einkadriver og það var elsta stelpan mín hún Vigdís( sem er sko betri en enginn þegar kemur að veislum). Og keyra þessa tvo vegi Reykjanesbrautina og Suðurlandsveginn, skal ég segja ykkur er sko enginn óskastaða, ég var hreinlega að spá í að hvort við gætum ekki tafsað okkur í gegnum Suðurstrandaveginn, en það tekur svodan óratíma vegna þess hversu lélegur hann er. En mikið vildi ég að sá vegur væri kominn í gagnið fyrir okkur sem þurfum að fara suðreftir og fyrir flutningabílana sem eru að þvæla á þessari leið Suðurnes - Suðurland.