Færsluflokkur: Vefurinn

Loksins, loksins kertin mætt á höfuðborgasvæðið

adventukrans3 Englar og Rósir í Hólagarði, Efra Breiðholti, hafa tekið kertin okkar í sölu.

Töfraljós - kertagerð - Dóttirinn fékk áfall

Mín elskulega dóttir Vigdís fékk nett áfall í morgun þegar hún gekk inn í kertakerðina í morgun, en þar flæddi allt í ópökkuðum kertum, hún sér sko um pökkunardeildina hjá mér.

morgunhressingSvo varð henni litið inn í Southfork en þar eru kertin búin til og þar var annað eins í bígerð af kertum, svo hún lét hendur standa fram úr ermum og pakkaði af miklum móð fram á hádegi þá rak ég hana heim, til að gefa karlinum að borða Grin


Tilboð í september hjá Töfraljósum

kíkið á síðuna mína og skoðið tilboðið sem er í gangi núna.ilmjurtir Þar eru ilmjurtir á tilboði meðan birgðir endast og einnig tilboð á vanillukertum. Ef einhver er búin að gleyma því hvaða síða þetta er þá er slóðinn www.tofraljos.com

Stærra húsnæði

Er að flytja mig í stærra húsnæði, en það á sama stað þ.e á Fossheiði 5, en nú verður hægt að versla líka hjá mér í kertagerðinni sjálfri. Ég set inn myndir um leið og allt verður komið á sinn stað.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband