Færsluflokkur: Ferðalög

Hér gerðist margt um helgina

sumt gott annað ekki.

Á laugardeginum var haldið upp á afmæli yngsta barnsins en hann varð 12 ára, ég er vissum að ég hef einhverstaðar hlaupið yfir eitt eða fleiri ár, mér finnst svo stutt síðan hann fæddist. Hann pantaði lambahrygg að hætti mömmu og öll systkini sín í mat, svo var pöntuð stór ísterta úr Kjörís í eftirrétt, svo hann fengi nú einhverja köku, mömmunni fannst það "must"

afmaeli_kollisiggihér er svo drengurinn með kökuna góðu. Þessi elska það er sonurinn ekki kakan, var í útilegu með systir sinni henni Vigdísi og þar gekk allt að óskum. Sonur hennar er frekar harður af sér og datt í hug að á kvöldvökunni sem var haldin á laugardagskvöldið, (sko þau fóru aftur í útileguna ( þetta var ættarmót tengdasonar míns)) að slökkva á stjörnuljósi með puttunum, einhver sá til hans og ætlaði að stökkva til en þá sá hin sami að drengurinn gretti sig og laumaði hendinni í vasann. Svo fannst honum ómögulegt að standa bara og horfa á varðeldinn svo hann tók hjólið sitt og hjólaði upp í nálæga kletta. Úpps þar datt hann og kom niður á tjaldstæði og hélt um magann, jú hann sagðist hafa tjónað sig aðeins við að detta, en hristi þetta svo af sér. Einhver nálægur heyriði þetta og spurði drenginn varstu að gera hvað? Danni boy svaraði að hann væri sko tjónaður hér og hér og hér...  frændfólkinu hans fannst þetta frekar fyndið en afi hans hefur verið að ala hann upp á því að hann meiði sig ekki heldur sé hann tjónaður og drengurinn er alveg til í það enda er hann járnkall að eðlisfari.

utilegufolkidSvo leið nú kvöldið hjá okkur og allir fór til síns heima nema yngsta dóttirin fékk þá flugu í hausinn að skreppa á Klaustur kl. 10 um kvöldið en það var s.s í lagi nema hún þurfti að fá bíl hjá okkur lánaðan. Hún og kærastinn lögðu svo upp í þetta ferðalag. Og þau náðu Klaustri og hittu vini sína þar en n.b hún þurfti að mæta í vinnu á sunnudeginum, svo undir morgun var lagt af stað á Selfoss. Um 7 á sunnudagsmorgninum hringir síminn, við litum undrandi á hvort annað og Steini svaraði, það var þá tengdasonurinn og spurði hvort hægt væri að sækja hann og konuna en þau væru rétt utan við Vík og lögreglan myndi keyra með þau á móti. Steini spurði hvort bíllinn hefði gefið upp öndina, nei.. sko hann sko fór nokkrar veltur, en sem betur fer slösuðust þau ekkert en bíllinn er gjörónýtur. Já svona geta dagar endað, en ég var mikið fegin þegar þau komu heim og sá að þau voru bara stíf og stirð og með smá kúlu á hausnum.

Svo ekki var pallurinn kláraður því kærasti dóttur minnar er smiðurinn, já það er margt í henni veröld sem getur breyst á örskotsstundu

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband