Færsluflokkur: Heimili

Bara eitt og annað sem á daga mína hefur drifið

Í gær að vanda fór ég í sjúkraþjálfun, ég hjólaði mínar 10 mín svo kom Baldur minn einni og sanni Grin og spurði mig hvort ég ætlaði að vera allan daginn að þessu.. Ég stóð upp og hann bendir á útidyrahurðina og segir af stað. Við gengum þó nokkurn spotta og kjöftuðum saman, þetta var ósköp notalegt að lalla þetta. Fékk að glima við smá torfærur, en ég hafði vald á fótunum að misstíga mig ekki. Rosalega var ég samt þreytt eftir þetta.

Kom heim og var að undirbúa mig undir að fá mér smá lúr þegar þessi yndislega fjölskylda mætti á svæðiðIMG_1389, ég get ekkiannað en verið stolt af þessari stelpu, hún ólst upp í sama húsi og ég bjó í fyrstu árin sem ég var í sambúð og hún var mikill heimagangur hjá mér og mér finnst ég eiga svo mikið í henni.  Hún er mikil hestakona  er alin upp á hestbaki, gæti sagt sögur af henni en geri það ekki hérna. Hún á þennan peyja og litla stóra skottu. Svo ekkert varð úr lúrnum enda tímir maður ekki að missa af því þegar hún kemur, hefu einstakan húmor sem hittir beint í mark á þessu heimili.

Ég geng mikið berfætt þessa dagana, til að fá tilfinningu fyrir þeim efnum sem koma við fæturnar á mér, en t.d parketið hér gæti allt eins verið málaður steinn finn engan mun, svo þegar ég stíg á þessar örfáu mottur sem eru hér heima er eins og ég sé að ganga á vírum, ekki þægilegt en samt geri ég þetta til að finna missmuninn á efnum. Geri þetta enn með hendurnar, er ekki komin með fulla tilfinningu fyrir efnum í þeim.

Svo þegar ég var að fara leggja mig þá mætti Eiki vinur okkar á móturhjóli og Steini varð að fá að taka í það, jamm ég sá Steina verða svona fullan af einhverjum krafti sem ég hafði ekki séð áður enda hefur hann ekki stigið á hjól síðan við kynntumst. Þeir sátu og sögðu hvor öðrum sögur af mótorhjólum og bílatengdum málum svo ég fór loksins og lagði mig en þá var kl, orðin 7 svolítið seint á mínum mælikvarða en varð að gera það.

Svo kom elskulega dúllan mín hún Sjohanna heim en hún er í sumarfríi og ætlar að vera síðustu dagana hérna hjá okkur, sem okkur finnst voðalega gott að fá hana heim þó það sé bara stutt stop.IMG_1399 Hún hefur verið að nota tíma til að kíkja á tannsa og annað

sem hún hefur þurft að gera hér á Selfossi.  Mér finnst það voða þægilegt að hafa hana hér hún gerir allt sem hún sér að þarf að gera án þess að ég þurfi að biðja um það. Finn hvað ég sakna þess að hafa alla krakkana heima þegar hún kemur. Það vantar þessa aksjón sem fylgir stóru heimili.

Miðvikudagar eru frídagar hjá mér, þá fer ég ekki í æfingar og slaka vel á, þannig að ég er aðalega að leggja kapal í tölvunni, hef alveg verið húkkt á því síðan ég kom heim frá Reykjalundi, hef alltaf tekið svona syrpu af þessari maníu en ég get sitið klst. saman og bara lagt og lagt, en ég spila Vegas svo ég er oft að tapa verulega stórum upphæðum, en ég reyni að vinna þær aftur Wink  En ég svaf fram að hádegi enginn var að trufla þann svefn,  svo er ég bara búin að hafa það gott gekk frá smá þvotti með hjálp frá Jóhönnu minni svo núna er ekkert sem liggur fyrir þangað til á morgun.

Jæja best að fara gera sig klára fyrir 10 fréttirnar því það á kom eitthvað frá fundinum á Selfossi um miðjuskipulagið.


Af matarmálum!

steiniogkollisiggiJá svona geta hlutirnir komið aftan að manni. Ég ákvað að reyna að plata oní drengina smá grænmeti (spínati ) og hélt að ég hefði kyrfilega falið það í matnum sem ég bar á borð, en þegar Steini hafði tekið vænan skammt á diskinn sinn sá ég að þetta hafði hræðilega misheppnast, græn slumma skall á disknum hjá honum og vitið menn kjötið hafði hlaupið í felur, já svona fer fyrir svona tilraunaeldamennsku. Þeir feðgar reyndu að láta sem ekkert væri og svo gat Steini ekki setið á sér lengur og sagði:" hvað er þetta GRAS!" úpps, þarna kom það sem ég hafði óttast þegar græna sletta hafði læðist (dottið) á diskinn hans. Við reyndum að koma þessu niður en grasbragðið var svo yfirgnæfandi að við gáfumst öll upp.

En Ýmir varð glaður og sér fram á góðan dag á morgun laus við þurrfóðrið.


Einn góður frá Írlandi

John O'Reilly hoisted his beer and said, "Here's to spending the rest of me life!, between the legs of me wife!"

That won him the top prize at the pub for the best toast of the night!

He went home and told his wife, Mary, "I won the prize for the Best toast of the night" She said, "Aye, did ye now. And what was your toast?" John said,

"Here's to spending the rest of me life, sitting in church beside me wife." beer
"Oh, that is very nice indeed, John!" Mary said.

The next day, Mary ran into one of John's drinking buddies on the street corner.

The man chuckled leeringly and said, "John won the prize the other night at the pub with a toast about you, Mary."

She said, "Aye, he told me, and I was a bit surprised myself. You know, he's only been there twice in the last four years. Once he fell asleep, and the other time I had to pull him by the ears to make him come."

Að skrifa um fréttir og fréttatengt efni

Ég var að finna út að ég er ekki mikið fyrir að lesa neikvæðar fréttir og leggja svo útaf þeim, hvers vegna ja ég er bara svona manneskja að ég vil hafa jákvætt umhverfi og ef ég leggst í fréttir þá þyrmir yfir mig. Af hverju er mannskepnan svona grimm. Er það eitthvað sem við höfum gert sem uppalendur, eða eins ég sagði um daginn við vinkonu mína, það mætti halda að við værum kominn á sama stig og Rómarveldi þegar úrkynjunin tók völd, og öllu hrakaði, þó sérstaklega siðferðinu eins og virðist vera alls ráðandi hvort sem er hér heima eða út í hinum stóra heimi. fridurÞað þarf eitthvað stórt að gerast til að snúa þessu við, en ef við sem eigum einhvern frið í brjóstinu og viljum umheiminum gott til, leggjumst á eitt og biðjum um frið og að fólk hættir að láta græðgina stjórna sér, er ég vissum að góðir hlutir fara að gerast.

Að vakna ....

Já það var laugardagsmorgun ég hafði verið að horfa á bíómynd fram eftir nóttu og var frekar þreytt, enda er þetta eini morguninn sem ég leyfi mér að sofa út svo það var bara pirrandi þegar ég heyrði suð sem magnaðist og svo dró úr því, ég kíkti á klukkuna og hún var bara 11.garðslátturvél

Ég ákvað að berja mig    niður aftur en hvað gerist suðið verður    heldur háværar og nú er það fyrir utan herbergisgluggann minn,    halló þetta er laugardagsmorgun og ég ætlaði mér að sofa út, ég    þýt upp úr rúminu og arka fram, og aumingja Steini fær ræðuna    um    helv... sláttuvélina í næsta garði. Steini lítur á klukkuna og á    mig og segir : Helga  klukkan er næstum því tólf, hægan æsing.    Það sljákkaði aðeins í mér en samt var pirringurinn til staðar og    mátti lítið segja við mig. Ég var eins og snúin hundur þar til ég    náði    mér í smá blund seinni partinn. Þá fór sólin að skína aftur í    mínu geði.

En hér eftir nota ég eyrnatappa ef nágrannarnir skyldu fara að slá    snemma á laugardagsmorgni Grin


Æfingar á æfingar ofan

Ég er á leið í æfingar á þessum morgni og er kannski ekki allt of hress en þetta er víst mín líftaug og verð ég að halda áfram hvað sem tautar og raular, reyndar var síðasta vika ekki skemmtileg því fæturnir bólgnuð svo upp að það var vont að ganga og ég sat meira og minna upp í loft með þær og komst því ekki í æfingar eins og ég ætlaði mér. Stundum spyr ég mig hvað á þessi sjúkdómur að kenna mér, ég hef enn ekki fengið neitt raun svar við þessari spurningu. En alla veganna þá hef ég fundið að ef ég fer ekki í æfingar fer mér að vissu marki aftur þó fólk sjáið það kannski ekki sem umgengst mig, en ég finn fyrir meiri stirðleika og andlega hliðin verður veikari því mér finnst ég vera svíkja sjálfan mig. Þolinmæði er stór hluti af því að fá GBS og það er eitthvað sem ég hef samt lært á þessu að ég stekk ekki fullfrísk einn morgun fram úr, en þetta er endalaus vinna og stundum gjöful og stundum er bara ekkert að gerast, stundum nokkur skref aftur á bak. Nú nálgast það að ég hef verið að berjast við GBS í 8 mánuði og finnst að nú ætti þessu að linna, ég hef ekki enn fengið leyfi til að keyra, en löngunin til að gera það er að verða sterkari og sterkari, ég held ég geti það þó aðrir haldi annað :) eins og eiginmaður minn, enda sér hann fram á að geta ekki haldið utan um að ég fari mér ekki að voða í búðum :)

Búin í æfingunum þær voru ekki erfiðar í dag en ég fékk rafstuð á fæturna og nú er ég bara dofin en ekki með stöðuga verki vildi óska að ég gæti haft svona græju hér heima þegar ég er sem verst í fótunum, þetta léttir svo á.

Kannski kemst ég út í kertagerð og get gert eitthvað þar þó það verði ekki mikið til að byrja með.

Jæja best að láta þessa hugrenninga duga í dag.


Fæturnir brenna!

Já þetta er ekkert grín, ég var að reyna að vera ég .. full bjartsýn. Fæturnir mínir eru bara ekki tilbúnir í þetta, hvers vegna.. jú taugarnar eru bara að reyna að tengjast og ég er ekki sátt við að þurfa að taka allt í barnaskrefum en svona er það víst með þennan sjúkdóm GBS að þetta svo fjári langan tíma að jafna sig.

Ég fór út í kertagerð í dag og reyndi að gera kerti, gat byrjað en þegar Steini minn kom að kíkja á mig þá var svo kvalin í fótunum að hann sendi mig inn til að leggja mig. Já þetta verður langur gangur.

 


Stærra húsnæði

Er að flytja mig í stærra húsnæði, en það á sama stað þ.e á Fossheiði 5, en nú verður hægt að versla líka hjá mér í kertagerðinni sjálfri. Ég set inn myndir um leið og allt verður komið á sinn stað.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband