GBSið mitt - smá uppfærsla af stöðunni

Já mér tekst ekki að halda GBS frá mér. Síðan í sumar hef ég dofnað meira upp og enginn skýring á því nema að ég er heppin að vera á fótum eða svo segja læknar. Nú er svo komið að dofinn hefur aukist í höndum og er ég dugleg við að missa allt út úr höndunum á mér ef það er í minni kantinum, því tilfinningin er frekar slöpp fyrir litlum hlutum þegar taka á þeim. Fæturnir hafa verið mér erfiðir og þarf ég stöðugt að hugsa um að reka ekki tærnar í og að þeir fylgist að í takt, svo ég detti ekki um þá Grin enda eru þeir stundum verulega fyrir LoL. Ég var rekin í sundleikfimi og það gerir mér reyndar gott, en um langan veg er að fara þar sem ég fer til Hveragerðis á Náttúruna, en þar er góð aðstaða, bæði í sturtu og laug. Ég hef verið frekar léleg við að nota salinn í sjúkraþjálfuninni, því að það er komin töluverður leiði í mig að vera í tækjum, þó svo þau geri mér gott, þá finnst mér sundið gefa mér meira. Æfir betur jafnvægisþáttinn sem gerist lítið í salnum. En er mér eina mikilvægastur í daglegu lífi. Því þegar jafnvægið er slæmt á ég slæman dag, það er nefnilega töluverð kúnst að halda jafnvægi skal ég segja ykkur. En nú þegar daginn fer að lengja vona ég að það fari að léttast róðurinn og ég geti verið hressari, ég var nefnilega svo viss um að þetta myndi allt hverfa og ég yrði sem ný. En ég verð víst að sættast á að mér er það ekki ætlað, minnsta kosti ekki alveg á næstunni Wink en hver veit, ég held alltaf í vonina, og hún er mitt sterkasta vopn í þessari baráttu.

En þangað til næst stórt knús á ykkur öll Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Stórt knús á þig líka duglega kona

Jónína Dúadóttir, 14.3.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband