Kannski ég byrji bara að blogga aftur, farið að leiðast á fésinu :))))
11.1.2011 | 23:26
Margt hefur á daga drifið síðan ég bloggaði hér síðast um GBSið og hvernig ég hef dafnað. Mér skilst að ég sé bara heppin að vera á fótum miðað við allt. Enda er ég endalaust þakklát þeim sem studdu við bakið á mér á meðan ég var að koma mér upp úr stólnum, og standa enn diggann vörð um mig. Ég hefði ekki getað þetta án þeirra, þá á ég við fjölskylduna mína og vini. Kertagerðin blómstrar sem aldrei áður og við Vigga og vinkona hennar vorum á haus allan nóvember og fram undir 20 desember, og ég sem hélt að þetta yriði svipað og í fyrra , en það var meira. Og alltaf er ég hissa hversu vel blessuð kertin seljast, á kannski að vera búin að fatta að þau eru bara nokkuð góð hjá mér.
Ég er útskrifuð frá Borgaspítalanum endanlega og þarf ekki þangað inn nema ef einhver annar í familíunni þarf á aðstoð þeirra að halda. Steini minn þurfti á þeim að halda í haust og þá var ósköp gott að vera í öruggum höndum staffsins á Borgó.
Ég hef verið þokkalega dugleg við að hreyfa mig, en aldrei nóg, svo nú á að taka á þessu öllu og skella sér í einkaþjálfun hjá tveim dömum sem eru að útskrifast frá Íþróttaháskólanum. Þær eru með eitt stykki rannsókn á konum á Selfossi frá 35 - 55 ára aldri ég benti þeim á að ég væri kannski ekki dæmigerð kona þ.e. að ég er með ýmsar sérþarfir t.d get ekki hlaupið, gengur illa að ná hjartslætti upp í brennslu og fleira í þeim dúr, en ég held ég hafi litið út sem spennandi verkefni þegar ég var að reyna að telja úr þeim kjarkinn . Svo nú er það bara að bretta upp ermar og fara í keyrslu. Bara gaman sjáumst fljótlega hér og þá verð ég með meira uppdeit á mér og mínum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá að frænka er byrjuð hér aftur, miklu betra og skemmtilegra en hér er að vísu enginn búleikur?? Skilaðu kveðjum í kotið með knúsi og kossum. Heyrumst stóri frændi.
Jóhann Úlfars (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.