Jæja.. best að sitja eitthvað niður á blað.
1.2.2011 | 19:48
Já sko.. sumir segja loksins, en ég segi einn dagur í einu, þannig díla ég við það að hætta að reykja, Jói minn ég hætti á afmælisdaginn þinn, ég ætlaði að hætta 6.2 en ég tímdi ekki að kaupa mér sígarettur:))) gamla nískan kom upp í mér, lá við að ég keypti mér til að vefja sjálf en ég sló á puttana því það þýðir alltaf að maður fer út í að kaupa tilbúnar sígarettur.
En hvað um það, ég er byrjuð í einkaþjálfun og gengur bara nokkuð vel þó ég geti ekki hlaupið á bretti. Ég hjóla þeim mun meira. Ágætt að láta sparka aðeins í sig til að koma sér á stað og svo er þetta gott því það tekur tíma frá því að væflast um og eiga í erfiðleikum hvað eigi að gera með puttanna :)). Svo er ég farin að geta labbað meira úti svo við Kolka njótum þess að fara í göngutúra:).
Náði Steina í einn göngutúr, en hann sagði þegar ég hætti að reykja þá færi hann að hreyfa sig.. ef hann gerir það ekki nú þá verð ég bara að byrja aftur!!! að reykja jókur :)))))
Reyndar er ég skíthrædd við að hætta og verð sjálfsagt að fara heimsækja gamla lungnalækninn minn og fá lyfin mín bæta aðeins í safnið, ætla samt að sjá til í nokkrar vikur og sjá hvort einkennin af heysóttinni aukist eða hvort ég geti funkerað án lyfjanna ef ég þarf ekki að vera að ryksuga og þurka af. En spurning hvort að húsmóður sé boðið upp á svoleiðis lúxus.
En nóg af þessu væli. Ég er í fullu fjöri eins og tek því sem að höndum ber þegar það bankar upp á:).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að lesa hér
Flott hjá þér að hætta að reykja, ég hætti fyrir meira en ári síðan og er rosalega ánægð með mig og veit að ég byrja aldrei aftur
Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 12.2.2011 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.