Nei ekki nýtt kúakyn!!!
13.2.2012 | 02:59
Mér er nokk sama hvað menn segja um að fá afurðarmeiri kýr til landsins, það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast. fyrir það fyrsta þá bera byggingarnar okkar þessar kýr þar sem þær eru töluvert stærri en kýrnar okkar. svo er ekki nóg með það þær sökkva hreinlega í jarðveginn og yrðu því svona inni dýr, og við viljum það svo gjarnan að það verðið verksmiðjurekin kúabú!, fáeinir bændur vel skuldsetnir vegna stórra bygginga og svo þyrfti stóraukin olíu og innflutning á allskonar stórvirkum heyvinnuvélum til að heyja frá vori, því ekki færu kýrnar út.. æ gleymdi einu, þær þurfa miklu meira kjarnfóður til að framleiða líterinn en okkar kýr.. ææ meiri innflutningur. ég hef aldrei séð neitt jákvætt við þennan málflutning og munið við fluttum inn holdagripi sem áttu að vera til kjötframleiðslu en svo kom á daginn að okkar gripir stóðu þeim alveg á sporði þegar var farið að fóðra þá rétt.
En verndum hið íslenska kúakyn með öllum ráðum til lengri tíma litið þá er það farsælast.
Vilja nýtt kúakyn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.