Nýr dagur nýtt líf
6.6.2013 | 14:07
Já skrítin titill en svo sannur, ég fór í meðferð, í Blá Lóninu, í höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð eins og við köllum þetta á Íslandi. Mér hefur ekki liðið betur andlega í mörg ár, með því hurfu margir verkir sem hafa háð mér í mörg ár. Nú í dag viku seinna þá er eins og að núna sé hausinn á mér að springa því það er svo margt sem ég vil prufa í kertagerðinni. Það er eins og nýr heimur hafi opnast og ég er tilbúin í að skella mér í smá ham og prufa hluti sem mér hefur langað til að gera en alltaf talið mér trú um að aðrir gerðu þá betur eða bara var hrædd við að feta nýjar og ókannaðar brautir af minni hálfu.
Það voru margir meðferðaraðilar sem komu frá ýmsum löndum og við sem voru þarna sem þiggjendur á meðferðina vorum fæstir frá Íslandi. Þið geti farið inn á þessa síðu til að kynna ykkur þá sem starfa við þetta hér á landi upledger.is
Þarna lærði ég að hlusta á mína innri rödd, ég vona bara að mér beri gæfi til að halda áfram að hlusta á hana og hlýða. Mér hefur reynst það erfitt og alltaf farið svolítið fram úr mér. En núna eru kaflaskil og ég þarf að nýta þau sem best mér í hag og annarra sem fylgja mér í daglegu lífi.
Að verða ástfanginn af lífinu er yndisleg tilfinning og það upplifði ég í þessari meðferð, ást sem ég var að týna niður vegna endalausrar niðurbrots sem ég hafið skapað mér að mörgu leiti sjálf, en það er bara eins og það er lífið er ekki alltaf ljúft en það er hvernig við geymum niðurbrotið inni í okkur og hverfum í aftur til baka í það sem vont var en leitum ekki eftir ljúfu minningunum sem gera og gerðu okkur svo gott.
Ég sagði alltaf við sjálfan mig þegar ég lamaðist að nú væri ég að fara feta inn á nýjar brautir smátt og smátt hefur það komið í ljós að fólk sem hefur orðið á vegi mínum hefur hjálpað mér meir en það grunar og er ég afar þakklát að hafa fengið að kynnast svona yndislegu fólki. En ég var smeyk og hrædd að lenda aftur í sama farinu þ.e. að lamast aftur en þessi tilfinning hvarf í meðferðinni og ég fann að ég get staðið með mér en samt verið ljúf og óhrædd við að tjá mig og mínar tilfinningar.
Vá hvað ég get bullað hérna en svona er þetta víst að stundum þurfum við að setja hugsanir á blað og láta aðra vita að vera maður sjálfur er kraftaverk, við erum svo mörg með grímu til að verja okkar innri mann til að hann þurfi ekki að takast á við veruleikan hvernig sem hann lítur út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.