Mislingar og bóluseting
23.2.2015 | 16:25
Þessi veirusýking er skelfileg og við sem fengum þennan andsk... sem börn munum flest eftir því, ég man að ég var í herbergi sem var ekki dregið frá svo dögum skipti og ég var inn og út í meðvitun vegna hversu hár hitinn var. Ég man óljóst eftir því að það gekk erfilega að koma vökva ofan í mig og foreldrar mínir voru hræddir að þetta væri mitt síðasta því hitin var svo mikill að hann sprengdi æð í nefi eða hálsi og það blæddi mikið og ofaní maga svo ældi ég eins og múkki blóði út um allt. Ég þakka fyrir í dag að þurfa ekki að horfa upp á börnin mín ganga í gegnum þessi ósköp. Svo ég ráðlegg öllum að bólusetja fyrir þessum skæðu sjúkdómum eins og mislingar og svo ekki síður skarlatsóttin hún náði mér líka og það var sama uppi með hana ég var sett í sóttkví og var annsi langt leidd en man ekki mikið eftir því var aðeins 4 ára gömul. Ég veit að margir foreldrar óttast alskonar afleiðingar af bólusetningu en hvað ef þú missir barnið þitt af því að þú bólusetir ekki, gætir þú fyrirgefið þér það, ekki ég,
Banvænn mislingafaraldur í Berlín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bólusetning er flókin þegar vírusar eiga í hlut. Það þarf að finna boðbera (með öðrum vírus) til þess að skila mótefninu í frumurnar, þær sem vírusinn ræðst á. Bólusetningin útilokar þannig ekki árás vírussins heldur myndar vörn gegn því að hann valdi skaða.
Kannski - kannski ekki, því stundum virkar þetta og stundum ekki.
Kolbrún Hilmars, 23.2.2015 kl. 17:48
Kolbrún lestu þig til um bóluefni áður en þú gasprar og kannski geturðu lært einhvað - kannski ekki. Þar að auki er er talað um veirur en ekki vírusa.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.