Hver dagur er sigur!

Jæja ég er smá að koma til. Ég finn mun á hverjum degi enda í strangri þjálfun og hún er að skila sér. Ég og þjálfararnir mínir erum bara ánægðir með árangurinn minn. Samt setur að mér kvíða að þurfa að fara frá þeim eftir tæpar 5 vikur. Sannast að segja er mér farið að þykja svo væntum þær báðar að aðskilnaðurinn verður erfiður. Hann Baldur minn í Toppsport Heilsulind þarf að hafa sig allan við að halda mér í þeirri þjálfun sem ég þarf, en hann tekur við mér þegar Sif mín sleppir mér út.

ég er farin að standa í fæturnar en jafnvægið er lítið. við erum í alskonar testi hvort ég geti staðið og klórað mér í höfðinni, halló vitið þið hvað það er erfitt, en ég skal geta það í þarnæstu viku :) það þýðir ekkert annað en harka af sér og gera sitt allra besta :) Ég vona alltaf að ég geti notað hækjur :) finnst ég hálfgert gamalmenni þegar ég er að staulast um með göngugrindina. (hmm sumir myndu nú segja að ég væri á grafarbakkanum miðað við aldur :))

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband