Jæja en er ég komin á Borgó

Ég ætla seint að skilja að sumt á ekki að gerast aftur og aftur en hér er ég með GBS í 3 skipti á 11 árum. En núna fer ég í fleiri rannsóknir en áður og vonandi finna þeir út hvað veldur endurtekningunum. Sem betur fer eru þetta bara fætur og ég get staulast um og geri því að liggja er drepleiðinlegt ef þú getur staðið. Er búin að taka tvo labbitúra í dag og rosalega var ég þreytt líkaminn hélt hann hefði verið í fjallgöngu. 

Þetta er allt skrítið hér ligg en á bráðamótöku eftir sólahring og gangar fullir af fárveikufólki. Og landlæknir segir að þetta sé bara sýndarleikur hjá spítalanum. Hrædd um að landlæknir mundi ekki líka að vinna undir þessu álagi sem hjúkrunarfólk er undir hér. Mesta áhyggjuefnið hér núna að flensusjúklingar smiti okkur hin sem erum hér inni því það er orðin slatti af flensu fólki á göngunum.

 Fór í taugarita og ég varð svo undrandi að sjá að stjórnborðið var það saman og var notað fyrir 11 árum út slitið og sambandsleysi í tökkunum. Þetta er bara lítill hluti að vandamálum hér innanhús. 

Já life ís á bitch og við hjónakornin tökum þessu með æðruleysi nú er bara ein leið og hún er upp:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband