Fæturnir brenna!
5.6.2007 | 20:24
Já þetta er ekkert grín, ég var að reyna að vera ég .. full bjartsýn. Fæturnir mínir eru bara ekki tilbúnir í þetta, hvers vegna.. jú taugarnar eru bara að reyna að tengjast og ég er ekki sátt við að þurfa að taka allt í barnaskrefum en svona er það víst með þennan sjúkdóm GBS að þetta svo fjári langan tíma að jafna sig.
Ég fór út í kertagerð í dag og reyndi að gera kerti, gat byrjað en þegar Steini minn kom að kíkja á mig þá var svo kvalin í fótunum að hann sendi mig inn til að leggja mig. Já þetta verður langur gangur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimili, Vinir og fjölskylda | Breytt 27.6.2007 kl. 22:05 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Helga mín í guðanna bænum farðu varlega svo þú getir örugglega haldið áfram í kertunum, þegar þetta skánar.
En mikið er gott að þú ert komin heim. Kærar kveðjur frá Hólmavíkinni (reyndar ísafirði núna)
Þuríður Signý (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 15:35
Æðislega til hamingju með að vera komin heim Helga mín. Einhvernvegin kemur það mér ekki á óvart að þú sért að flýta þér meira en gott þykir... fröken þrjóskupúki
Vonandi gengur vel að tækla lífið utan Lundarins.
Knús kella.
Kv. Dagný
Dagný þorkels (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.