Best að pára hér smá svona í kvöldhúminu
15.6.2007 | 02:54
eða er komin nótt.. já ég held það bara. Við hjónakornin erum loksins farin að nota pottinn, en ég get skrölt mér yfir brúnina þótt það sé ekki fiminni fyrir að fara, og stundum hálf óörugg en í pottinn fer ég. Þetta er ágætis afslöppun og erum við eins og nýslegnir túskildingar þegar við stígum upp úr þessari elsku sem er búin að bíða allan þennan tíma eftir að vera notaður.. en það hefur ekki verið farið í hann síðan ég veiktist. Við ætluðum að eiga afslappað sumar í sumar en vitið menn, haldið þið ekki að bóndinn hafi fengið þá dillu í hausinn að bæta palli við á lóðinni og þannig að allt fer nú í eitthvað moldvörpustand og síðan verður allt fullt af sagi seinna í mánuðnum já og ég föst í eldhúsinu á mínum skjaldbökuhraða.
Af mér sjálfri er það að segja að ég rölti smá hring í kvöld með peyjann minn og hund, og göngugrindina ógleymdu, fíla mig alltaf 90 ára þegar ég rölti um með þennan #### en svona er lífið, þennan hring tók ég í nefið áður en ég veiktist en ég var hálfa klukkustund núna að rölta þetta, á meðan fór drengur og hundurinn örugglega 10 hringi fram og til baka.
Þegar ég kom til baka var fullt hús af körlum að rökræða hina umræddu pallasmíð, ég fékk mér kaffibolla hennti Minna Máli á borðið og fór að leggja kapal í tölvunni, læti ekki segja mér margsins að fá mér sæti eins og í haust gæti sest niður í nokkra mánuði aftur... nenni því alls ekki
Athugasemdir
hm...
Sko Helga er menntaður búfræðingur svo spurningin er.. Hver er bóndinn?
Þorsteinn Gunnarsson, 15.6.2007 kl. 03:01
jæja minn kæri bóndi, ég sem hélt að þetta væri stöðuheiti þitt hér en það er gott að vita hver er húsbóndinn á þessum bæ..
Helga Auðunsdóttir, 15.6.2007 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.