Góðan daginn gott fólk

Þessi dagur ætlar að vera yndislegur eins og flestir mínir dagar eru nema -SLÁTURVÉLADAGURINN, ég vaknaði frekar snemma í morgun en er samt bara löt, dálítið eftir mig en ég skrapp suður til að ná í gleraugun góðu. Nú sé ég í gegnum holt og hæðir, rosa munur enda fór ég úr 2.75 í 3.50 það munar um minna fyrir nærsýnt lið. Enda sé ég að nú fer ég að geta keyrt aftur.. annars varð Steina að orði að ef ég fengi mér kennara til að fara með mig í prufurúnt þá fengi ég ekki að halda skírteininutruck

En það er bara hans skoðun.

Við vorum seint á ferðinni og þegar við komum voru ekki bæði gleraugun tilbúin, svo við sátum góða stund og virtum fyrir okkur mannlífið, og skemmtum okkur konunglega við það. Við fengum okkur að borða áður en lagt var af stað austur í borgina einu, ég fékk mér núðlur og eina vorrúllu en Steini fékk sér nautakjöt í ostrusósu namm, ég hafði bara ekki list á einhverju sterku, er víst ekki enn búin að ná mér í bragðlaukunum, allt sterkt gefur mér þá tilfinningu að munnurinn sé að brenna. En nóg af því.

Ég er að vona í næstu viku geti ég farið að fara út í kertagerð og vinna smá, þó það verði ekki nema hálftími það væri stór sigur.

Fæturnir eru alltaf jafn dofnir upp að hné og dofinn í höndunum er eins, suma dagana er ég frekar slæm því þá er vont að koma við hörð efni, það er eins og þau skerist inn í hendurnar, þó það sé ekki þannig. Tásurnar mínar eru ósköp aumar og vilja sem minnst láta hrófla við sér, en við Baldur sjúkraþjálfarinn minn erum að reyna að teygja á þeim svo þær fari að svara kalli. Ég geng enn eins og lítið barn sem er ný farið að labba en það er betra en að vera föst í hjólastól skal ég segja ykkur.

Er þetta ekki nóg af hugleiðingum í dag.. þetta var svona skrifað beint frá hjartanu svona fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir pistil Helga. Ég vil svo gjarnan fá að fylgjast með en hef ekki kunnað við að spyrja. Svo sagðir þú í sláttuvélafærslunni að þú hefðir snarast fram úr rúminu  og þá varð ég voða glöð og tók þig of bókstaflega. En kunni samt ekki við að minnast á það.

Vá 3.50...

Segðu Steina að fara sjálfur í bílpróf

Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Að snarast hjá mér í dag er eins og sniglast fram úr hjá öðrum.. reyndar var ég mjög fljót þarna, enda kom spurningar svipur á Steina þegar ég vaggaði fram :) hraðin var svo mikill miðað við það sem hann er vanur

Helga Auðunsdóttir, 3.7.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Gleymdi að segja þér að þér er sko velkomið að spyrja mig um mig og GBS inn minn :)

Helga Auðunsdóttir, 3.7.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband