Jæja þá er elskan komin á loft
27.8.2007 | 22:42
Það náðist loksins að klára verkið, sem náttúrlega klárast aldrei, því síður þurfa jú víst að vera lifandi.
Hér getið þið litið á þessa elsku mína og sagt mér hvernig ykkur líkar.
Þetta er það sem ég hef verið að fela mig á bakvið síðustu vikur og ekki verið mikið að skoða ykkur vinkonur mínar enda er þetta meira en að segja það að breyta svona gjörsamlega um útlit.
Af mér er það að segja að ég náði að vera í tæpa 2 tíma úti í kertagerðinni minni og var á fullu að gera kerti og reykelsi. Svo vonandi get ég tekið til við að vinna við kertin meira en ég hef gert undanfarið. Ég er öll að hressast og styrkjast, en svo sem ósköp skrítin til gangs ennþá en vonandi breytist það ef ekki nú þá er ég tilbúin þegar ég fer á elliheimilið
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimili, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott síða hjá þér. Skemmtileg og plain. Það eina sem ég sá og vildi breyta var leturstærðin á stöku stað td. í sögusíðunni. Það er of smátt fyrir minn smekk.
En annars til hamingju með síðuna.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 28.8.2007 kl. 11:32
Takk fyrir ábendinguna, ég stækkaði textan örlítið á sögusíðunni og fleiri stöðum. Takk fyrir að kíkja á hana.
Helga Auðunsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:41
Já þetta er miklu betra til lukku
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.