Haustið er komið eða hvað..

það eina sem minnir á haust er að skólarnir eru byrjaðir, en með því að segja við börnin, þið þurfið ekkert að læra fyrstu vikuna, hvað er í gangi. Ég hélt að það hefði verið lengt skólaárið af því að ekki næðist að fara yfir allt námsefni. Hjá mínum dreng er ástandið þannig að umsónarkennarinn er ekki mættur hann er í sumarleyfi úti á Spáni. Hvaða boðskap er þetta að senda börnunum, jú að það sé allt í lagi að taka sér frí, jú þau eru bara í skólanum til að vera í honum enn ekki til að vinna. Satt best að segja finnst mér þetta mjög undarleg vinnubrögð sem eru hjá þessum ákveðna bekk sem sonur minn er í. Ég þakka fyrir að hann er duglegur að læra þegar kennt er, en ég er farin að kvíða fyrir því þegar hann kemst alvarlega á gelgjuna búin að upplifa það að kennarinn hans ber enga virðingu fyrir börnunum sem hann kennir. Nú spyr ég hver ber ábyrgðina á agaleysi í skólum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband