Var með litlu englanna í gær
2.9.2007 | 10:57
Það var það fyrsta sem þau báðu um var að fá pop og djús hjá ömmu. Svo var bíó dagur hjá okkur og við horfðum tvisvar á Tímon og Pumba, svo á Pöddulíf. Svo dönsuðu þau svo fínt fyrir afa og ömmu, þau voru nefnilega að horfa á danskeppnina í sjónvarpinu. Þau voru alveg yndisleg og þau eru svo ánæð að amma skuli vera farin að ganga.
Ég er nú ekki mikil amma í mér en mér finnst voðalega vænt um þessi kríli. Mér er það svo eðlilegt að hafa mikið að börnum í kringum mig að mér finnst alveg eins og ég eigi þau sjálf, enda svo sem fá þau ekki að vaða uppi hjá mér, margir tala um að það sé svo gaman að fá að spilla barnabörnunum ég hef aldrei fundið þá tilfinningu. Kannski er svo stutt á milli þeirra og þess yngsta míns að ég fæ ekki þessa tilfinningu.
En hér er sá tjónaði og sú ofvirka, bestustu börn í heiminum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.