Evran er málið
7.9.2007 | 18:24
Líst vel á þessa skoðanakönnun og vona að þeir háu herrar sem stjórna landinu fari nú að taka við sér í þessum málum
Meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg til í að henda krónunni, hinsvegar vil ég ekki Evruna. Við gætum t.d. tekið upp dollarann án þess að þurfa að ganga í heimsveldi.
Finnst alveg ótrúlegt að þeir séu í fleirtölu stjórnmálamennirnir sem telja hugsanlega vera hægt að taka upp Evruna án þess að ganga í ESB. Það er mjög augljóst að Evran er notað til þess að gera það freistandi að ganga í Bandalagið, ekkert bendir til þess að það sé hægt að semja sérstaklega. Hvað þá að fara að semja við 300.000 manna smáþjóð á meðan stór ríki þurfa einfaldlega bara að hlíða Brussel.
Ef spurningin væri "Ert þú til í að fórna sjálfstæði Íslands fyrir Evruna?" þá yrði útkoman allt önnur.
Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:48
Áfram Ísland, áfram krónan okkar. Ísland er lítið land með fámenna þjóð en við erum sterk og sjálfstæð, höldum því áfram.
HOG (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:15
Hélt við værum nú þegar búin að fórna megninu af sjálfstæðinu yfir til Brussel, erum við ekki með endalausar reglugerðir og lög frá þeim háu herrum, sé ekki allan muninn á því hvort við séum fyrir utan eða innan EB nema hvað það kæmi útflutnings greinunum hér á landi mun betur að vera tengd við Evruna
Helga Auðunsdóttir, 7.9.2007 kl. 20:22
Munurinn er hinsvegar sá að það er vegna samninga sem við getum sagt upp í framtíðinni ef við viljum. Að ganga í heimsveldi (sem á einnig að verða sameiginlegt hernaðarveldi á endanum) er eitthvað sem við getum örugglega ekki dregið til baka, allavega eftir X mörg ár þegar bandalagið þéttist og lokast. Ímyndaðu þér að ríki í Bandaríkjunum taki upp á því að óska eftir sjálfstæði, verður það leyft?
Er eitthvað að því að taka upp dollarann? Ég veit að kanahatur er mikið í dag en þetta er bara gjaldmiðill, sem hægt er að taka upp án þess að ganga í Bandaríkin.
Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 22:06
Málið eins og það er í dag þá skiptum við meira við Evrópu en US mér er alveg sama hvorn gjaldeyririnn við tökum upp, því krónan er okkur allt of dýrkeypt, við erum að þurrka út allt sem heitir iðnað í landinu vegna þess að við getum ekki flutt út vegna þess hversu krónan er sterk. Og þessu þarf að breyta hvort það heitir Evra eða dollar þá bara fyrir iðnaðinn og útflutninginn er nauðsynlegt að gera breytingar.
Helga Auðunsdóttir, 8.9.2007 kl. 09:59
Við eigum að hætta gömlum komma-hugsunarhætti og leggja niður tolla. Fagna alþjóðlegri samkeppni almennt við öll lönd en ekki handvelja þau sem við viljum frjáls viðskipti við. Það er einmitt stefna ESB að auka viðskipti milli ríkja innan þess, en hinsvegar er það einnig stefna að hafa háa tolla á þau ríki sem eru utan þess.
Núverandi heimsveldi er Bandaríkin, svo virðist stefna í að Indland og/eða Kína verði næstu heimsveldin. Það er hagur okkar til lengri tíma að hafa frjáls viðskipti við þessi þrjú ríki heldur en að festast í Evrópskum sósíalisma.
Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.