Sumir eru mis - viltir á tímanum
26.11.2007 | 14:43
Já ég gerði hér allt vitlaust í gær enda fyrsti í aðventu. Ég óð um eins og vitleysingur og skipaði fyrir, tæmdi allt jóladót úr geymslunni, sendi skilaboð til stráksins míns út í Danmörku um að segja mér hvar hann hefði set jólaseríurnar í geymslu. Var sem sagt alveg á síðasta snúningi á jólastússinu, og skildi ekkert í því hvað dóttir mín hún Vigdís var róleg yfir aðventukrönsunum sem hún ætlaði að gera fyrir okkur. Steini var setur í að þrífa glugga, fannst mér það ganga heldur hægt hjá honum svo ég bara seti það á "hóld" að vera standa í þessu í niðamyrkri, hann fær bara að gera þetta þegar fer að birta á ný með hækkandi sól. Svo birtist vinkona mín hún Þórdís og horfði á mig með undrun, hvað í fjandanum gengi að mér, hvort ég hefði alveg farið yfir um núna. Ég horfði á hana til baka og benti henni góðfúslega á að það væri nú fyrsti sunnudagur í aðventu og ég væri nú vön að koma þessu jólaskrauti upp á þessum degi, það varð undarleg þögn, og svo var glott, og mér bent á að það væri um næstu helgi þessi fyrsti sunnudagur..... hmmmm það getur bara ekki verið flaug í gegnum huga minn, en jólaþorpið í Hafnafirði það er BARA á aðventunni, aftur kom þögn... nei Helga mín var sagt með brostinni röddu, það byrjar einni helgi fyrr svo sprungu allir úr hlátri, já ég hafði svo sannarlega farið daga vilt.
Annars er af mér allt gott að frétta, ég geri kerti á mínum hraða og gengur þokkalega ef ég bara held mig við efnið og fer ekki fram úr mér, eins og í gær, er að taka það út í dag hmmm, jæja ég verð þá ekki eins þreytt um næstu helgi, allt hefur sínar góðu hliðar. Það er orðið nokkuð til af jólakertum í ýmsum stærðum og gerðum. Það skemmtilega er við að gera jólakertin að það er svo mikið af svona allskonar sælgætisilm sem er að kitla nebbann.
Ég er alltaf í æfingum og gengur þokkalega að ná upp styrk, en annað ætlar að vera eins, verkir og þess háttar smá mál. Þannig að allt gengur sinn vanagang að því leiti og ég er ósköp fegin að þetta skuli þó ekki vera verra en það er.
Svona í lokin fréttabréfið hjá mér kemur út í byrjun des og það er um að gera að vera komin á póstlistann til að fá tilboðin sem verða í desember.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimili, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já ef þú hefðir bara spurt mig um fyrsta í aðventu........ En það er samt fínt að vera búin að týna upp smá jóladót... Tobbi er hinsvegar manískur í að klára listann... og neitar að taka upp jóladótið.....
sé þig eftir smá knús og kram
Vigga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.