Jæja ég er komin heim á ný

Jæja er búin í meðferðinni á Borgó enn þið getið lesið um það á blogginu hjá eiginmanninum. Ég er ótrúlega hress miðað við aðstæður og finnst yndislegt að hafa komist heim fyrir áramót. Enda enginn ástæða til að eyða þeim aftur á Borgó þó útsýnið sé gott þar yfir bæinn. Strákarnir mínir eru að elda í þessum skrifuðu orðum. Ég þurfti sko að elda á aðfangadag, frídaginn minn frá eldamennsku svo ég kom þessu yfir á þá með svolítið dramatískum hætti :) Bara láta ykkur vita að ég er á lífi og lofa að fara vel með mig eins og endranær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk frænka og Gleðilegt nýtt ár, Já við erum að spes ætt sem gefst ekki svo auðveldlega upp :) ég þar svo að taka mig taki og skrifa þér.

xoxoxooxox frá Selfossi, þín Stóra frænka :)

Helga Auðunsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þú ert nú meira hörkutólið Helga mín.

Gleðilegt ár og megi friður og gæfa fylgja þér inn í nýárið

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 1.1.2008 kl. 02:51

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk Ása, það er ekki spurning um hörku, heldur löngunin til að verða aftur ég sem heldur mér gangandi, en öll él byrtir um síðir og ég sé glitta í ljósið :) Gleðilegt ár Ása og megi guð og gjæfan fyljga þér á nýju ári,

Helga Auðunsdóttir, 1.1.2008 kl. 06:51

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott að vita af þér heima Helga. Þið komist þetta á seiglunni, ég er alveg viss um það. Farðu vel með þig og góðan bata.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Jamm Jóna við komust þetta á seiglunni það er eitt sem víst. Enda sagði ég við Steina að ég yriði jafngóð og ég var í des áður en ég veiktist eða betri í mars á þessu ári.

Helga Auðunsdóttir, 5.1.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband