Jæja ég er komin heim á ný
31.12.2007 | 15:42
Jæja er búin í meðferðinni á Borgó enn þið getið lesið um það á blogginu hjá eiginmanninum. Ég er ótrúlega hress miðað við aðstæður og finnst yndislegt að hafa komist heim fyrir áramót. Enda enginn ástæða til að eyða þeim aftur á Borgó þó útsýnið sé gott þar yfir bæinn. Strákarnir mínir eru að elda í þessum skrifuðu orðum. Ég þurfti sko að elda á aðfangadag, frídaginn minn frá eldamennsku svo ég kom þessu yfir á þá með svolítið dramatískum hætti :) Bara láta ykkur vita að ég er á lífi og lofa að fara vel með mig eins og endranær.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Heimili | Facebook
Athugasemdir
Takk frænka og Gleðilegt nýtt ár, Já við erum að spes ætt sem gefst ekki svo auðveldlega upp :) ég þar svo að taka mig taki og skrifa þér.
xoxoxooxox frá Selfossi, þín Stóra frænka :)
Helga Auðunsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:49
Þú ert nú meira hörkutólið Helga mín.
Gleðilegt ár og megi friður og gæfa fylgja þér inn í nýárið
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 1.1.2008 kl. 02:51
Takk Ása, það er ekki spurning um hörku, heldur löngunin til að verða aftur ég sem heldur mér gangandi, en öll él byrtir um síðir og ég sé glitta í ljósið :) Gleðilegt ár Ása og megi guð og gjæfan fyljga þér á nýju ári,
Helga Auðunsdóttir, 1.1.2008 kl. 06:51
Gott að vita af þér heima Helga. Þið komist þetta á seiglunni, ég er alveg viss um það. Farðu vel með þig og góðan bata.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 13:11
Jamm Jóna við komust þetta á seiglunni það er eitt sem víst. Enda sagði ég við Steina að ég yriði jafngóð og ég var í des áður en ég veiktist eða betri í mars á þessu ári.
Helga Auðunsdóttir, 5.1.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.