Skrítið hvað ég verð þreytt... en kannski ekki
5.1.2008 | 15:23
Já ég er frekar þreytt þessa dagana, en það er sjálfsagt ekkert skrítið. Þó mér finnist þetta ástand ekki beint skemmtilegt þá er kannski tími til kominn að læra að ég verð að slaka á svona ca. 1 sinni á dag og bara leggja mig. Ég þrjóskaðist við það að gera það ekki í desember því mér finnst það tímaeyðsla að leggja mig, en ég gerði þetta mikið áður fyrr og fékk í hausin að ég væri alltaf að leggja mig svo ég hef verið dálítið stíf á að leggja mig ekki. En eftir þetta áfall fer ég að hugsa hvað gerði ég rangt, hvað get ég gert til að bæta líðanina og minnka líkur á að ég fái GBS í 3 skiptið. (ég segi nefnilega allt er þegar þrennt er þá fjórða fullkomið er.. hmm). Ég er að reyna að skipuleggja árið í kertagerðinni svo ég geti látið hana ganga án þess að ganga of nærri sjálfri mér. Sem betur fer er dóttir mín ein af þremur að flytja heim og kemur til með að hjálpa mér í kertunum. Það á eftir að létta helling undir mér.
Svo að öðru máli, ég vil þakka starfsfólkinu á Taugadeildinni á Borgarspítalanum kærlega fyrir mig og það var yndislegt að hitta staffið þar aftur. Þetta var eins og að koma á heimili mitt nr. 2. Þrátt fyrir mikið vinnuálag og þreytu þá var alltaf stutt í brosið og smá spjall.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Heimili | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.