Er að skríða saman

Er farin að vera heldur orkumeiri enda geta þeir sem vilja kíkt á www.tofraljos.com og séð hvað hefur verið að gerast  þar undanfarna daga.

ilmjurtir_gleim Ég var að gera tvennskonar ilmpoka, og þeir eru sko með alvöru blómum, annar er með lavender blóminu meiri háttar ilmur, þó ég segi sjálf frá, í hin seti ég ilm sem heitir Gleym-mér-ei og hann er svo yndislegur. Öll kertagerði angar af þessum ilm, það tilhlökkunarefni að fara gera kerti með þessum uppáhalds ilmi mínum.

Svo er ég að undirbúa jarðvegin fyrir því að gera ilmúða sem hægt er að úða á hluti og fríska þannig upp umhverfið okkar. Steini hefur verið með svona ilmúða til að eyða lykt í bíl sem var með mikilli reykingarlykt og það er að takast, það líður alltaf lengri og lengri tími milli þess sem þetta þarf, og ég spurði vin okkar sem fór í bílinn um daginn hvort hann hefði fundið reykingalykt og hann sagðist enga hafa fundið. Steini spreyjaði Sjávardraumsúða í bílinn í haust og svo aftur fyrir jólin og síðan ekki söguna meir. Ég býst við að það þurfi samt eina umferð af þessu í viðbót. Við höfum ekki verið með ilmspjöld eða neitt annað í bílnum til að sannreyna þetta. En sjávardraumurinnsjálfur í kertum eða reykelsum eyða lykt það er alveg sannreynt á þessu heimili og öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

hmm ég þarf að fara að kíka á ljósin þín Helga..þetta er allt svo ólýsanlega fallegt ....kveðja úr Grindavík

Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk vertu velkomin, svona þegar fer að vera fært á milli . og takk fyrir kommentið, já þau eru falleg og ef ég gæti leyft þér að sniffa gegnum netið þá værir þú örugglega komin  í heimsókn.

Helga Auðunsdóttir, 7.2.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband