Þá kom að því

Ég er sest niður við smá skriftir. Svona til að segja mínum nánustu hvernig lífið er þessa dagana og hefur verið síðustu vikur og mánuði. Já ég datt í þunglyndispyttinn í smá tíma en er að ná mér upp. Með hjálp góðra manna, Steini minn hefur verið mín stoð og stytta og ég er ákaflega þakklát að hafa hann í mínu lífi. Krakkarnir hafa líka ekki látið sitt eftir liggja og gefa mér ekki frið í sjálfsvorkunn, og það er gott. Mér er sagt að þetta sé afskaplega eðlilegt eftir það sem á undan er gengið að ég skildi fá niðursveiflu. En ég get enn brosað það verður aldrei tekið frá mér hversu illa mér líður enda veit ég innst inni að ég er heppin kona.

Steini er alltaf að dunda í Viðhaldinu og það gengur vel, þetta verður yndislegt ferðasumar. Ég kem lítið nálægt þessu enda hef ég ekki úthald til að hjálpa honum. Og það fer í taugarnar á mér að vera ekki duglegri við að gera allt sem hann er að brasa við einn úti. En fyrir mér er það að fara í sjúkraþjálfun nóg þann daginn og daginn eftir. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki líf sem ég get hugsað mér að vera strönduð í. Styrkurinn vex en úthaldið ekki, svo núna sit ég með hausinn í bleyti til að reyna finna það út hvað ég get gert til að auka úthald. Ef einhver er með uppástungu þá má hann alveg leggja hana inn hér. Mér hefur dottið ýmislegt í hug og ég hef verið að gamma í mig grænu tei frá henni Sollu, en ég tek það út daginn eftir eða ef ég held því til streitu í 2-3 daga þá ligg ég í viku á eftir í aumingjaskap. Svo að taka inn svoleiðis er ekki inni í myndinni, doðinn eykst svo mikið þegar ég yfirkeyri mig að mér finnst ég vera eins og fílamaðurinn í framan, eins virka hendurnar illa og ég er að missa hluti og fæturnir verða ofurnæmir og ég á erfitt með að ganga. Svo er ég að velta mér uppúr hvort þetta sé komið til að vera svona. Kannski er þetta leið fyrir líkaman minn til að segja hingað og ekki lengra, ég hef aldrei hlustað á hann, en núna neyðist ég til þess. 

Ég hef tekið þá ákvörðun að fara ekki í magaminnkun að svo stöddu, líkaminn minn verður að ná betra jafnvægi til að það sé til umræðu, en ég og Steini fáum að vera áfram í vigtun hjá þeim stöllum á Lansanum. Það hefur gegnið upp og ofan núna síðan eftir jól, ég er léleg við að skrifa matardagbókina en ég er að reyna að taka mig á.  Ég veit að margir mínir nánustu eru afar ánægð að ég ætli ekki undir hnífinn að svo stöddu.

Næsta þriðjudag þá á ég að fara í taugaleiðnipróf, það hefur ekki verið tekið síðan ég lamaðist svo það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. En það er sýnir hvernig vöðvarnir starfa og hvort taugaendarnir séu að jafna sig eða hvort varanleg skemmd sé í þeim. Svo ég finn fyrir kvíða en samt er þetta léttir að vera fara í prófið og fá kannski svör í hvora áttina sem það er.

Ætli þetta sé ekki nóg röfl um sjálfan mig, kannski ég verði duglegri á næstunni við að smella hér niður línum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefurðu prufað L-Carnitine, það hjálpar til við orkuna

Hulda (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Helga skjol

Langaði bara að senda þér Stórt KNÚS og gaman að sjá þig aftur.

Innilega gleðilega páska til þín og þinnar fjölskyldu. 

Helga skjol, 22.3.2008 kl. 17:33

3 identicon

 Hæ frænka,

mig langaði bara að segja mér er oft hugsað til þín . Hvernig baráttan við Guillian- Barré gengur.  Ekki get ég sagt þér hvernig best er að bæta við orkuna, mér hefur alltaf farnast vel að hreyfa mig meira. Ég hitti orðið frænku mína og nöfnu alltaf með jöfnu millibili á Grand hótel, ekki slæmur staður. Sendi þér og Steina baráttukveðjur í baráttuni við GB, allir biðja að heilsa  Þinn frændi jóhann úlfars

Jóhann frændi (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Takk Hulda fyrir að benda mér á L-Canitine, ég þarf að skoða það

Helga Auðunsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Jóhann ég þarf nú hreinlega að fara að slá á þráðinn til þín, ég bið að heilsa henni mömmu þinni, og svo náttúrlega öllum hinum :)

hún nafna þín skín eins og sól þegar þið hafið hist, henni langar eins og öllum mínum krökkum að hafa meira samband, en þau eru því miður alveg eins og mamma, ekki mikið fyrir að visitera frændur og frænkur, og því fer sem fer.

Takk fyrir að fylgjast með mér Jói minn :)

Helga Auðunsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:07

6 identicon

Sæl Helga. Það er gott að heyra að þú lifnar við með hækkandi sól. :)

Þú spyrð um ráð til að fá meiri kraft og er svo sem af mörgu að taka þar en það sem kemur til mín að nefna er bee pollen þ.e. frjókorn sem býflugur safna.

Ætti eiginlega að fara að kíkja í heimsókn enda langt síðan við hjónin sátum síðast í eldhúsinu hjá þér og spjölluðum. Má segja að heil kynslóð hafi vaxið úr grasi síðan síðast. :) úff hvað tíminn líður.

 annað sem þú gætir litið á er að finna á síðunni www.emofree.com en þar er leið til að vinna úr undirliggjandi tilfinningaróti sem geta haft mikil áhrif á líkamlega vanheilsu.

Góðar kveðjur úr Mosó.

 þín skólasystir Lilja

Lilja Petra (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband